Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 16
taldir fullgildir félagar og eru þvi taldir aukafélagar, unz þeir hafa gert full skil á árgjöldum sínum. Othlut- unarnefnd skal að sjálfsögðu krefjast vottorðs félags- stjórnar um það, hvort hlutaðeigandi umsækjandi um bætur er fullgildur félagi eða ekki. 3. Launþegi skal hafa stundað vinnu, sem goldin er samkvæmt kjarasamningi eða kauptaxta verkalýðsfélags samtals a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum, sbr. 15. gr.b. Visast til III. l.b. um skilgreiningu á orðinu verkalýðsfélag. Jafngilt vinnu, goldinni samkvæmt kjara- samningi eða kauptaxta, er vinna um stundarsakir við hliðstæð störf, t. d. kaupavinna. Þetta ákvæði tryggir ekki, að iðgjald hafi verið greitt umrætt tímabil vegna bótaþegans, þegar af þeirri ástæðu, að kaupavinna, sem að jafnaði er ekki greitt iðgjald af, telst jafngild vinnu, sem goldin er samkvæmt kjarasamningi eða taxta, a.m.k. um stundarsakir. Þar að auki er ýmis vinna goldin samkvæmt kjarasamningi eða kauptaxta, sem ekki er að jafnaði greitt iðgjald af, t. d. ef unnið er utan kaupstaða eða kauptúna með 300 íbúa eða fleiri, sbr. III. 2.b. Það verður því alls ekki talið, að iðgjaldagreiðsl- ur vegna umsækjanda um bætur sé skilyrði fyrir bóta- rétti honum til handa. Hinsvegar mun að jafnaði hafa verið greitt iðgjald vegna þeirra, sem bótarétt fá. Vott- orð það frá vinnumiðlun, sem gert er ráð fyrir i c-lið 15. gr. sýnir, hvort umsækjandi fullnægir skilyrði þvi, sem hér um ræðir eða ekki. 4. Umsækjandi verður að hafa verið atvinnulaus a.m.k. 36 virka daga á síðastliðnum 6 mánuðum, þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. Heimild til handa úthlutunar- nefnd er í 17. gr. 1. mgr. til þess að ákveða, að bóta- greiðsla skuli hefjast þótt ekki sé fullnægt skilyrðinu um 36 atvinnuleysisdaga á siðustu 6 mánuðum. Þessi heimild er þó bundin þvi skilyrði, að umsækjandi hafi átt við að stríða algert og samfellt atvinnuleysi síðustu 18 daga virka. Þegar málin eru þannig vaxin, getur út- 10 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.