Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 26
2. Heilbrigðismáladeild. Hún er skipuð landlækni, sem er formaður deildarinnar, kennaranum í heilbrigðis- fræði við háskólann og yfirlækni lyflæknisdeildar Land- spítalans. 3. Siðamáladeild. Hún er skipuð læknaráðsmanni sérstaklega til þess kjörnum af lælcnaráði, og er hann formaður deildarinnar, kennaranum í réttarlæknisfræði við háskólann og formanni Læknafélags íslands. Deildaskipting ráðsins byggist á heimild i 6. gr. 1., þar sem ráðinu er heimilað að fela tveim eða fleiri lækna- ráðsmönnum afgreiðslu máls í sínu umboði, enda heyri málið undir sérgrein eins eða fleiri þeirra, er um það fjalla. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. 1. er það hlutverk lækna- ráðs að láta dómstólum, ákæruvaldi og stjórn heilbrigðis- mala i té sérfræðilegar umsagnir varðandi læknisfræði- leg efni. 1 2.—1. mgr. sömu gr. er hlutverk ráðsins rakið nánar, sbr. hér á eftir. Skv. 1. mgr. 3. gr. 1. lætur læknaráð elcki önnur mál til sín taka en þau, er borin liafa verið undir það skv. 2. gr. og af þeim aðilum, er þar greinir. Skal nú leitazt við að skýra starfsháttu og hlutverk hverrar deildar. 1. Réttarmáladeild fjallar um réttarmál, sem ber und- ir læknaráð, sbr. 3. gr. rg. Undir þá deild heyra eingöngu mál, sem borin eru undir ráðið af dómstólum og ákæru- valdi, en aldrei mál, sem borin eru undir það af stjórn heilbrigðismála. Samkv. 2. mgr. 2. gr. 1. lætur ráðið meðal annars í té umsagnir um hvers konar læknisvottorð, sem lögð eru fyrir dómstólana, enda sé þeim beint til ráðsins sam- kvæmt úrskurði dómara. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. 1. lætur læknaráð ekki í té umsögn um andlegt ástand eða sakhæfi manns, nema áður liggi fyrir álitsgerð sérfræðings eftir viðeigandi at- hugun, enda sé kostur slíkrar athugunar, og skv. 3. mgr. 20 Tímarit lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.