Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Side 5
un hafði þó fengið rótfestu, að þjóð án bókniennta og
lista gæti ekki talizt til menningarsamfélaga.
Það fór nú að vonum, þar sem andleg starfsemi var
þannig gerð að liornreku á sviði réttarins, að ekki þætti
vænlegt til veraldargengis að leggja út á listamannsbraut-
ina. Höfundar hinnar andlegu framleiðslu þurftu eins og
aðrir menn að afla sér tekna til fullnægingar hinum líkam-
legu þörfum. Þeir urðu því yfirleitt að hafa höfundarstarf-
semi sina í hjáverkum, en afla sér viðurværis með öðr-
um hætti. Fáir áttu við svo góðan hag að húa, að þeir
gætu lielgað líf sitt einvörðungu bókmenntum eða list-
um, og þá venjulega ekki fyrr en þeir höfðu getið sér
frægð með verkum sinum. Þess eru að visu dæmi bæði
fvrr og síðar, að einstakir auðmenn, svo sem Mæcenas
í Róm, hafi tekið skáld og listamenn upp á arma sína og
stvrkt þá til listsköpunar. Sumir þjóðhöfðingjar héldu
launuð hirðskáld, og í klaustrum kaþólsku kirkjunnar
fengu vmsir aðstöðu til andlegrar starfsemi. Það var einn-
ig lengi í tízku, að rithöfundar og hstamenn tileinkuðu
þjóðhöfðingjum eða auðmönnum verk sín i von um þókn-
un fvrir slíkan heiðursvott. En þessar og aðrar áþekkar
lífsafkomuleiðir einstakra andans manna áttu ekkert skylt
við höfundarétt. Og sama er að segja um opinber lista-
mannalaun nú á timum, enda er það aðeins takmarkað-
ur hópur, sem hverju sinni verður þeirra hlunninda að-
njótandi.
Að því leyti sem höfundur gat tengt hugmvnd sína sér-
stökum hlut, varð hann vitanlega eigandi þess hlutar eftir
venjulegum eignarréttarreglum, t. d. rithöfundur að hand-
riti sínu, málari að málverki, mvndhöggvari að högg-
mynd o. s. frv. Gat hann þá ef til vill hagnazt á sölu hlut-
arins líkt og iðnaðarmenn við sölu smiðisgripa sinna. En
hugsmiðin sjálf, hin andlega sköpun, sem veitti hlutnum
hókmenntalegt eða listrænt gildi, naut ekki neinnar vernd-
ar. Eftir að höfundur hafði birt verk sitt eða látið af liendi,
gat hver sem vildi eftirritað það eða eftirmvndað, hrevtt
Tímarit lögfræSinga
51