Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 6
þvi eða brenglað það og yfirleitt hagnýtt sér það að eigin
geðþótta án þess að leita lej'fis höfundar eða greiða honum
þóknun.
Framan af, meðan bækur og rit voru enn liandskráð,
fór dreifing þeirra fram með þeim liætti, að upphaflegt
handrit höfundar var afritað af lionum eða öðrum og af-
ritin síðan afrituð eftir vild, án þess að höfundur fengi
nokkru um það ráðið. Yiða komu framtakssamir menn
sér upp föstum afritunarstofum, þar sem einn las fyrir,
en margir afrituðu. Var þetta fyrsti vísir til forlagsstarf-
semi, sem síðar átti eftir að lcoma svo mjög við sögu rit-
höfunda.
Eftir að prentlist var upp fundin, leystu prentsmiðjur
smám saman afritunarstofurnar af hólmi, og vitanlega
fór bókaútgáfa nú fram í miklu stærra stíl en áður. Prent-
smiðjur voru kostnaðarsöm fj'rirtæki, og fór hagnaðarvon
af sölu einstakra rita mjög eftir því, að ekki bærist of
mikið á markaðinn i einu. En samkeppnin var liörð, og
ef einhver gaf út eftirsótt rit, mátti búast við því, að aðrir
kæmu þegar i kjölfarið, endurprentuðu ritið og vfirfylltu
markaðinn. Prentsmiðjueigendur, sem víða urðu áhrifa-
miklir, fengu því þá til leiðar komið, að konungar og furst-
ar eða aðrir handhafar rikisvalds tóku að veita einstökum
hókaútgefendum einkalevfi (privilegia) til útgáfu á til-
teknum ritum, nýjum eða fornum, og jafnvel á heilum
bókmenntagreinum. Er talið, að þetta hafi fvrst gerzt í
Feneyjum á siðara hluta 15. aldar, en brátt breiddist það
til annarra landa og varð að lokum allsráðandi i rétti
ýmissa Evrópuríkja, einkum þó Frakklands, fram undir
aldamótin 1800. Með því að útgáfueinkaleyfin voru yfir-
leitt ekki veitt án undanfarandi athugunar á ritum þeim,
sem levfin áttu að taka til, urðu föst tengsl milli levfanna
og ritskoðunarinnar, enda var hvort tveggja venjulega i
liöndum sömu stjórnvalda. Óánægja með þetta fvrirkomu-
lag, þ. e. einkalevfin og ritskoðunina, fór þó sívaxandi
liér í álfu, einkum eftir að kemur fram á 18. öldina, og
52
Tímarit lögfrœOinga