Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 11
sinn opnuÖ leið til heimsmarkaðarins. I öðru lagi hafði
sáttmálinn í för með sér samræmingu á höfundarétti
þjóða í milli, en í samskiptum þeirra er slíkt jafnan mikils
virði. Og síðast, en ekki sízt, stuðlaði sáttmálinn að endur-
bótum og fullkomnun á höfundarétti, fyrst og fremst að-
ildarríkjanna, en einnig annarra þjóða, sem tóku ákvæði
sáttmálans til fyrirmyndar. Sú varð líkg raunin á, að marg-
ar þjóðir settu sér ný höfundalög kringum síðustu alda-
mót. Flestar hafa þær endurnýjað lögin síðan, enda hefur
margt nýtt komið til sögu á sviði höfundaréttar á þeirri
miklu tækniöld, sem nú stendur yfir, m. a. tal- og tón-
myndir, útvarp og sjónvarp. Nýlega hafa Norðurlanda-
ríkin Danmörk, Finnland, Noregur og Sviþjóð haft með
sér samstarf um samningu liöfundalaga. Samin voru fjög-
ur frumvörp, hvert fyrir sitt land, en ekki hafa þau orðið
enn að lögum.
Saga höfundaréttar hér á landi hefst allmiklu síðar en
með flestum öðrum Norðurálfuþjóðum. Dönsk tilskipun
frá 7. maí 1828, sem laut að millirikjasamningum um
bann við endurprentun rita, var að visu birt hér, en skipti
engu máli, eins og högum iandsins var þá liáttað. Tilskip-
un um eftirmvndun ljósmynda o. fl. frá 11. desember 1869
má því telja fvrsta lagaákvæði, sem hér var sett á sviði
höfundaréttar. Sú tilskipun hefur eklci verið felld úr gildi
að formi til, en efni hennar er nú úrelt orðið vegna nýrri
lagaákvæða.
Tilraun til að koma hér á almennum höfundalögum
var fyrst gei'ð árið 1889. Þá flutti Jón Ölafsson, sem bæði
var rithöfundur og bókaútgefandi, frumvarp á Alþingi
um eignarrétt á sömu máli. Var það að mestu lagað eftir
höfundalögum þeim frá 1857, sem þá giltu í Danmörku.
Frumvarpið var með nokkrum breytingum samþykkt sem
lög frá Alþingi, en konungur svnjaði því staðfestingar.
Rök fyrir svnjuninni voru einkum þau, að endurskoðun
danskra höfundalaga stæði fyrir dyrum.
Tímarit lögfrœöinga
57