Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Qupperneq 15
eða út er gefið á prenti. I höfundalögum er venjulega
komizt svo að orði, að verndin taki til bókmenntalegra
verka, og felst í þvi allmikil takmörkun. Þær kröfur
verður að gera, að i hinu ritaða eða talaða máli felist
einhver nýsköpun, að minnsta kosti að formi til. I réttar-
framkvæmd hafa allsstaðar verið gerðar einhverjar lág-
markskröfur um þetta, þó að þær hafi viða ekki verið
sérlega strangar. T. d. falla venjulegar blaðagreinar undir
höfundalöggjöf án tillits til bókmenntalegs gildis. Hins
vegar munu ýmsar skrár, sem aðeins eru upptiningur
á staðreyndum, ekki njóta höfundaverndar, að þvi er
efni þeirra snertir, t. d. nafnaregistur, reikningstöflur,
markaskrár o. s. frv. Þrátt fyrir útgáfu slíkrar skrár,
væri öllum heimilt að semja skrá um sama efni og gefa
út. Vinnubrögð útgefanda mundu þó njóta þeirrar vernd-
ar, að ekki væri heimilt að ljósmynda verk hans og gefa
út án samþykkis hans.
Þá eru einnig tilteknar greinar bókmennta og samins
talaðs máls undanþegnar höfundavernd samkvæmt bein-
um ákvæðum höfundalaganna. Svo er um lög, auglýs-
ingar stjórnarvalda, dóma og opinher skjöl yfirleitt, um-
ræður á Alþingi, sveitarstjórnarfundum og kirkjulegum
samkomum, umræður á landsmálafundum og öðrum
opinberum samkomum. Er öllum heimilt að birta slík
rit og ræður án leyfis liöfunda, sbr. 8. gr. laga nr. 13
frá 1905.
1 öðru lagi vernda höfundalögin listir. En nú er hugtakið
list æði óákveðið, og umdeilt, hvað þar til skuli teljast.
1 Bernarsáttmálanum og flestum eða öllum höfundalög-
um eru taldar upp ýmsar listgreinar, án þess að þar
sé samt urn tæmandi upptalningu að ræða. I íslenzku
lögunum nr. 49 frá 1943 eru sérstaklega taldar upp tón-
smiðar, höggmyndir, skurðmvndir, málverk, teikningar
og hvers konar uppdrættir, Ijósmyndir, listsmíði og fjrrir-
myndir, en síðan tekið fram, að verndin sé veitt „hverju
því verki, sem höfundaréttur getur fvlgt“. Þetta almenna
Tímarit lögfrœöinga
61