Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 22
rétt á opinberri sýningu verka sinna, hvort heldur þau eru i eign lians eða annarra manna. Aður en ég læt útrætt um liinn fjárhagslega rétt höf- unda yfir verkum sinum, vil ég minnast á eitt atriði enn. Allir kannast við, að ýmsir frægir listamenn hafa verið misskildir og í litlu áliti framan af listamannsferli sín- um og stundum lengur. En þegar augu manna opnuðust fvrir gildi verka þeirra, stigu þau i verði, og rann þá ágóð- inn af verðhækkuninni í vasa þeirra, sem listaverkin höfðu keypt af höfundi á sinum tíma fyrir litið fé. Til þess að rétta að nokkru hlut höfunda, þegar þannig hefur á stað- ið, hafa ýmis lönd tekið upp í höfundalög sin ákvæði um, að þegar listaverk eru seld á opinberu uppboði — en sú söluaðferð er tíð erlendis um dýrmæt listaverk — þá skuli tiltekinn hluti söluverðs, allt að 6%, renna til höfundarins. Hefur þessi réttur verið nefndur fylgiréttur (droit de suite). Sum lönd, svo sem Frakkland og Belgía, láta hlut höfundar vera óháðan þvi, livort listaverkið hefur hækk- að í verði frá síðustu sölu, en önnur, svo sem Italia, veita höfundi aðeins hlutdeild i verðhækkun verksins. I viðbót- inni við Bernarsáttmálann frá 1948 er gert ráð fyrir, að sambandslöndin kunni að setja slík fylgiréttarákvæði í höfundalög sín, en ekki er þeim gert skylt að gera það. Hinn fjárhagslegi réttur er aðeins önnur hliðin á höf- undaréttinum. Lengi hefur verið viðurkennt, að höfund- ar hefðu einnig annarra og persónulegri hagsmuna að gæta. Hugverkin spegla i ríkum mæli sálarlíf höfundar- ins og eru þvi i miklu nánari tilfinningatengslum við hann en venjulegt er um líkamlega hluti. Þessir hags- munir hafa einnig verið teknir undir vernd höfundalaga. Er hér um að ræða hinn siðferðilega rétt höfundar til verka sinna eða sæmdarrétt hans. Ætla má, að flestum höfundum sé í mun að verða sem víðast kunnir og frægir af verkum sinum. Ein grein sæmdarréttarins er líka í þvi fólgin, að skylt er að geta nafns höfundar, þegar verk hans eru birt eða sýnd. I 68 Tímarit lögfrœOinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.