Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Qupperneq 22
rétt á opinberri sýningu verka sinna, hvort heldur þau
eru i eign lians eða annarra manna.
Aður en ég læt útrætt um liinn fjárhagslega rétt höf-
unda yfir verkum sinum, vil ég minnast á eitt atriði enn.
Allir kannast við, að ýmsir frægir listamenn hafa verið
misskildir og í litlu áliti framan af listamannsferli sín-
um og stundum lengur. En þegar augu manna opnuðust
fvrir gildi verka þeirra, stigu þau i verði, og rann þá ágóð-
inn af verðhækkuninni í vasa þeirra, sem listaverkin höfðu
keypt af höfundi á sinum tíma fyrir litið fé. Til þess að
rétta að nokkru hlut höfunda, þegar þannig hefur á stað-
ið, hafa ýmis lönd tekið upp í höfundalög sin ákvæði um,
að þegar listaverk eru seld á opinberu uppboði — en sú
söluaðferð er tíð erlendis um dýrmæt listaverk — þá skuli
tiltekinn hluti söluverðs, allt að 6%, renna til höfundarins.
Hefur þessi réttur verið nefndur fylgiréttur (droit de
suite). Sum lönd, svo sem Frakkland og Belgía, láta hlut
höfundar vera óháðan þvi, livort listaverkið hefur hækk-
að í verði frá síðustu sölu, en önnur, svo sem Italia, veita
höfundi aðeins hlutdeild i verðhækkun verksins. I viðbót-
inni við Bernarsáttmálann frá 1948 er gert ráð fyrir, að
sambandslöndin kunni að setja slík fylgiréttarákvæði í
höfundalög sín, en ekki er þeim gert skylt að gera það.
Hinn fjárhagslegi réttur er aðeins önnur hliðin á höf-
undaréttinum. Lengi hefur verið viðurkennt, að höfund-
ar hefðu einnig annarra og persónulegri hagsmuna að
gæta. Hugverkin spegla i ríkum mæli sálarlíf höfundar-
ins og eru þvi i miklu nánari tilfinningatengslum við
hann en venjulegt er um líkamlega hluti. Þessir hags-
munir hafa einnig verið teknir undir vernd höfundalaga.
Er hér um að ræða hinn siðferðilega rétt höfundar til
verka sinna eða sæmdarrétt hans.
Ætla má, að flestum höfundum sé í mun að verða
sem víðast kunnir og frægir af verkum sinum. Ein grein
sæmdarréttarins er líka í þvi fólgin, að skylt er að geta
nafns höfundar, þegar verk hans eru birt eða sýnd. I
68
Tímarit lögfrœOinga