Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Side 27
lagana, enda er hún jafnan tengd verki því, sem flutt er. í höfundalögum liefur henni oft verið áskilinn skemmri verndartími en almennt er um hugverk. Hér að framan hefur jafnan verið við það miðað, að höfundarétturinn tillievrði liöfundinum sjálfum. En aðrir geta einnig orðið handhafar höfundaréttar, og er þá tíðast annaðhvort um framsal eða arf að ræða. Framsal getur tekið til hins fjárhagslega réttar höfundar í heild, en hitt ber oftar við, að framseldar séu aðeins tilteknar heimildir. Ef t. d. bókaforlag hefur keypt útgáfurétt á leikriti, þá felst ekki í því heimild til að leyfa sýningu þess á leiksviði, nema um það sé samið sér i lagi. I höf- undalögunum er sérstaldega tekið fram, að framsal út- gáfuréttar á riti nái aðeins til einnar útgáfu, nema öðru- vísi sé samið, og megi slík prentun ekki fara fram úr 1000 eintökum, nema um safnrit sé að ræða, svo sem blöð og tímarit. Framsalsreglur gilda ekki um sæmdarrétt höfundar. Sá réttur er svo persónulegs eðlis, að almennt afsal á honum mundi vera ógilt. Að höfundi látnum fellur höfundarétturinn til erfingja hans samkvæmt ákvæðum erfðalaga. Gildir það bæði um hinn fjárhagslega rétt og sæmdarréttinn. Það er al- menn regla, að höfundaréttur fellur niður, þegar 50 ár eru liðin frá láti höfundar. Að lokum vil ég minnast á atriði, sem varðar fram- kvæmd á höfundarétti. Réttargæzla af hálfu höfunda, einkum tónlistarmanna og rithöfunda, er miklum vand- kvæðum bundin og gagnólík því, sem gerist um réttar- gæzlu í sambandi við eign á öðrum verðmætum. Líkam- legir hlutir eru venjulega í föstum vörzlum á meira eða minna vísum stað, en um þau hugverk, sem bundin eru tali eða tónum, má segja, að þau séu alls staðar og livergi. Ljóð og iag geta á skömmum tima flogið heimsálfanna á milli, og þau má hafa um hönd hvarvetna á byggðu bóli. Tímarit lögfrœöiv.ja 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.