Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Qupperneq 32
kvæmd á raunhæfan liátt viðurkenningu og lögverndun
þeirra mannréttinda, sem yfirlýsingin fjallar um. Gerð
er grein fyrir mannréttindayfirlýsingu þessari og þýðingu
hennar i erindi Glafs Jóhannessonar prófessors, Mannrétt-
indi, sem birtist í V. bindi Samtiðar og sögu, og ýmsar
bækur og ritgerðir hafa verið ritaðar um hana á erlend-
um málum. Mannréttindayfirlýsingin sjálf er prentuð i
Andvara 1951.
Mannréttindasáttmáli Evrópuráðsins er i samræmi við
mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, þótt ýmis
atriði hafi verið niður felld. Mannréttindasáttmáli Evrópu-
ráðsins hefur það þó fram yfir, og er hér megin munur
á, að hann skuldbindur aðildarríkin hvert gagnvart öðru,
að vernda og halda í heiðri réttindi þau, sem sáttmál-
inn greinir, og haga lögjöf sinni og lagaframkvæmd í
samræmi við ákvæði sáttmálans. Þá eru og í sáttmála
Evrópuráðsins ákvæði, sem miða heinlinis að þvi að
tryggja, að svo miklu leyti sem unnt er, að réttindi þau,
sem sáttmálinn fjallar um, verði ekki fótum troðin. Er
hér átt við ákvæðin um mannréttindanefndina og mann-
réttindadómstólinn, sem síðar verða litillega gerð að um-
talsefni í greinarkorni þessu.
II.
Verður nú í stuttu máli rakið, hver mannréttindi það
eru, sem aðildarriki sáttmálans hafa skuldbundið sig til
að tryggja þegnum sínum, í þeirri röð, sem í sáttmál-
anum greinir.
1. Réttur hvers manns til lifs skal verndaður með
lögum. Engan mann má svipta lífi, nema sök hans sé
sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á liendur honum
fyrir glæp, sem dauðarefsingu varðar að lögum. Ekki
telst það þó brjóta í bága við ákvæði þetta, þótt manns-
bani hljótist af valdbeitingu, ef hún er ekki meiri en bráð-
nauðsj'nlegt má teljast til að verja menn gegn ólögmætu
ofbeldi eða til að framkvæma lögmætar handtökur, eða
78
Tímarit lögfræöinga