Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 35
mai'ka, sem lög ákveða með almenningsheill fvrir augum,
og samkvæmt almennum meginreglum þjóðaréttar.
13. Engum manni skal svnjað um rétt til menntunar,
enda skal virða rétt foreldra um, að slík menntun og
fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.
14. Samningsaðilar skuldhinda sig til þess að halda
frjálsar kosningar til löggjafarþings með hæfilegu milli-
bili, og sé atkvæðagreiðsla levnileg og fari fram við að-
stæður, er trvggi það, að í ljós lcomi álit almennings
með frjálsum hætti.
Atriðin nr. 12, 13 og 14 hér að framan eru ákveðin í
viðbótarsamningnum nr. 11, 9. febr. 1954, 1.—3. gr.
15. Nú eru réttindi þau og frelsi, sem lýst er í sátt-
málanum, skert, og skal þá sá, sem fyrir því verður, geta
leitað réttar sins á raunhæfan hátt fyrir opinberu stjórn-
valdi, enda þótt skerðingin hafi verið framin af mönnum,
sem fara með stjórnvald.
Hafa nú verið talin í liöfuðdráttum þau mannréttindi,
sem sáttmálinn fjallar um. Við samanhurð sést, að hér
er einungis um að ræða nokkurn hluta þeirra mannrétt-
inda, sem fjallað er um í mannréttindavfirlýsingu hinna
Sameinuðu þjóða. Hér er þó sá munur á, að sáttmálinn
er liluti af löggjöf ýmissa aðildarrikjanna, þ. e. Hollands,
Belgíu, Luxemburg, Vestur-Þýzkalands, Italíu, Tvrklands
og Grikklands. í Austurríki er sáttmálinn hluti af stjórn-
arskrá ríkisins. Hins vegar liefur sáttmálinn ekki laga-
gildi á Norðurlöndunum fjórum, Bretlandi og Irlandi.
Þessi ríki hafa með aðild sinni að samningnum skuld-
bundið sig til að haga löggjöf sinni í samræmi við liann.
Hér má til gamans skjóta því inn í, að áður en Noregur
fullgilti sáttmálann þótti nauðsvnlegt þar í landi að af-
nema nokkurra alda gamalt lagaákvæði, sem óheimilaði
Kristmunkum dvöl í landinu. Akvæði þetta þótti brjóta
i bág við sáttmálann og var afnumið. Eitt Evrópuráðs-
ríkjanna, Frakkland, liefur enn ekki gerzt aðili að sátt-
málanum.
Timarit lögfræöinga
81