Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Qupperneq 37
III.
Eins og getið er liér að framan eru í sáttmálanum
ákvæði um stofnanir, sem eiga skulu hlut að og tryggja
eftir föngum og innan þess ramma, sem þeim er settur,
að aðildarrikin standi við skuldbindingar þær, sem þau
hafa bundizt með sáttmálanum. Eru það mannréttinda-
nefnd Evrópu og mannréttindadómstóll Evrópu. I mann-
réttindanefndinni eiga sæti einn maður frá hverju aðild-
arríki, kosnir til 6 ára af ráðherranefnd Evrópuráðsins,
þannig að lielmingur nefndarmanna er kosinn á þriggja
ára fresti.
Hvert aðildarriki getur vísað til nefndarinnar hvers
konar hroti á ákvæðum sáttmálans, sem það telur annað
aðildarríki liafi framið. Þá getur nefndin og tekið við er-
indum frá hvaða einstaklingi eða hópi einstaklinga sem
er, sem heldur því fram, að aðildarríki liafi brotið á þeim
réttindi þau, sem sáttmálinn fjallar um, enda hafi aðild-
arriki það, sem kært er, lýst því yfir, að það viðurkenni,
að nefndin sé bær til að fjalla um slík erindi.
Níu aðildarrikjanna hafa þegar gefið slíka yfirlýsingu,
Norðurlöndin fjögur, Vestur-Þýzkaland, Belgía, Luxem-
burg, Irland og Austurríki. Engu máli skiptir um þjóð-
erni þess manns, sem hefur uppi kæru á hendur þessum
ríkjum fjrrir nefndinni, hvort hann er þegn Evrópuríkis
eða ekki eða hvort hann er ríkisfangslaus.
Mannréttindanefndin er þó ekki slíkur milliríkjadóm-
stóll, að heimilt sé að skjóta til hennar hvaða mannrétt-
indamáli sem er, án alls fyrirvara. Samkvæmt 26. gr. sátt-
málans má nefndin einungis taka til meðferðar mál, sem
leitað hefur verið til hlitar leiðréttingar á í heimalandinu,
samkvæmt almennt viðurkenndum þjóðréttarreglum, og
innan 6 mánaða frá því, að fullnaðar ákvörðun var þar
tekin.
Telji nefndin, aö henni beri að taka til meðferðar mál,
sem til hennar er skotið, skal hún rannsaka það efnislega
ásamt fulltrúum deiluaðila og gera tilraun til að koma á
Tímarit lögfrœöinga
83