Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 38
sáttum, þannig að virt sé mannréttindi þau, sem í sátt-
málanum eru greind. Fáist ekki lausn á málinu með þeim
hætti, gerir nefndin skýrslu um málið og lætur uppi álit
sitt um, hvort hún telur að leitt sé í ljós hrot á skyldum
aðildarríkis samkvæmt sáttmálanum. Skýrsla þessi er
send ráðherranefnd Evrópuráðsins, og aðildarríkjum
þeim, sem hlut eiga að máli. Skjóta má slíku máli til
mannréttindadómstólsins, en sé það eigi gert innan þriggja
mánaða frá þvi skýrslan var send ráðherranefndinni, úr-
skurðar hún með tveim þriðju hlutum atkvæða, hvort'
hrot hafi verið framið og hvaða ráðstafanir skuli gerðar
til leiðréttingar. Aðildarrikin eru skuldbundin til að hlita
ákvörðunum ráðherranefndarinnar liér um.
A fj’rsta stigi máls, þegar úrskurðað er, livort málið
sé þess eðlis, að taka beri það til meðferðar, hvort það er
„tækt“, eða þvi beri að liafna, sökum þess að skilyrðum
sáttmálans hefur ekki verið fullnægt, eða það fellur ekki
undir verksvið nefndarinnar af öðrum ástæðum, eru störf
nefndarinnar beinlínis dómaraverk. Sé úrskurðað, að máli
beri að hafna, eru það málalok. Sé mál tekið til meðferðar
og rannsakað, vitni eiðfest og spurð o. s. frv. starfar nefnd-
in sem rannsóknardómur. Á hinum siðari stigum, þegar
sáttaumleitanir fara fram og skýrsla er gerð um málið
til ráðherranefndarinnar, eru störf nefndarinnar ekki
dómarastörf. Ákvörðunarvaldið er hjá ráðherranefndinni
og Evrópudómstólnum. Starf nefndarinnar er þá sem
hverrar annarrar sérfræðinganefndar.
Nefndin setti sér sjálf fundarsköp eða réttarfarsreglur,
ef svo mætti nefna það, að því leyti sem slikt er ekki ákveð-
ið í sáttmálanum sjálfum. Að því loknu hóf hún störf
við afgreiðslu þeirra mála, sem til hennar hefur verið
skotið. Eru nú um þrjú ár liðin frá því það starf hófst,
og á þeim tíma hefur verið skotið til nefndarinnar um
400 málum. Aðeins tvö þeirra eru frá ríkisstjórnum en
öll hin frá einstaklingum eða liópum einstaklinga. Fulln-
aðarafgreiðslu bafa um 355 mál lilotið á þá lund, að þeim
84
Timarit lögfræðinga