Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 46
að aðaltákn merkisins PERSO sé orðið PERSO, en ekki
myndin af þvottakonunni né önnur einkenni merkisins,
að aðahluti merkjanna og sá, sem áherzlan sé lögð á í
islenzkum framburði, sé fyrra atkvæðið PERS-, en ekki
endingarnar -il og -ó, sem séu minna áberandi i framburði.
Af þessum sökum sé veruleg liætta á ruglingi og misskiln-
ingi i mæltu máli,
að vörumerkið PERSIL sé sterkt merki, sem njóta beri
alveg sérstakrar verndar samkvæmt almennum reglum
um „unfair competition“ og lögum þar um, einkum 9.
gr. laga nr. 84/1933,
að vörumerkið Persil sé heimsfrægt merki, sem af sömu
ástæðum, sem greindar eru undir næsta lið hér að framan,
eigi að njóta alveg sérstakrar verndar, þ. á. m. fyrir alls
óskyldar vörur þeim, sem merkið er sérstaklega skrásett
fyrir,
að lagt hafi verið í gifurlegan kostnað við að auglýsa
vörumerkið PERSIL um allan heim og þau verðmæti beri
sérstaklega að vei-nda, fremur en gjörsamlega nýtt og lítt
auglýst merki,
að vörur þær, sem seldar eru undir merkjunum, séu i
sama vöruflokki, keyptar og notaðar af fólki í sömu stétt-
um, seldar í sams konar verzlunum og notaðar i sama
tilgangi, þ. e. til þvotta. Ennfremur sé þessi vörutegund
þess eðlis, að hún sé venjulega kej’pt án sérstakrar athug-
unar af bálfu kaupanda, gagnstætt þvi, sem gildi, þegar
um kaup á dýrari vöru sé að ræða. Auki þessi atriði á
möguleikana fyrir blekkingum og ruglingi í viðskiptum,
að verið sé að stæla vörumerkið PERSIL, enda sé PERSO
ekki annað en afbökun og sh’tting á PERSIL. Til þessa
bendi, að orðið PERSO eigi ekkert skylt við vörur þær,
scm stefndi framleiði né firma hans,
að þótt vafi kunni að verða talinn leika á því, að rugl-
ingur geti átt sér stað milli PERSIL og PERSO, sé þó sú
liætta ætíð fvrir hendi, að kaupendur ætli, að vara merkt
92
Tímarit lögfrœSinga