Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Side 47
PERSO sé framleidd i verksmiðjum PERSILS og almenn-
ingur þannig blekktur um uppruna vörunnar.
Af liálfu stefnda var krafizt sýknu í málinu og eftirfar-
andi meginrök færð fram fyrir sýknukröfunni. Vörumerki
hans hafi fvrst verið tekið í notkun á árinu 1949, þótt það
liafi ekki verið skrásett fyrr en á árinu 1953. Yörumerkið
hafi verið skrásett viðstöðulaust, án þess nokkrar athuga-
semdir væru gerðar við skrásetninguna. Engar kvartanir
hafi og verið uppi hafðar fyrr en til umræddrar máls-
sóknar kom. Persil-umboðið hér á landi hafi og aldrei
hreyft athugasemdum vegna notkunar vörumerkisins.
Megi því ætla, að umboðið bafi litt orðið þess vart, að
villzt væri á merkjunum. Mótmælti stefndi því jafnframt
eindregið, að merkin væru svo lík, að hætta væri á, að
villzt yrði á þeim i daglegu lifi. Þá var vakin athygli á
því, að öll áherzla væri lögð á það af hálfu stefnanda, að
orðið Perso væri aðaltákn merkisins. Segja mætti hins
vegar, að merkið væri í þrem þáttum. Fyrst séu orðin
„Perso þvottalögur“, þar sem auk aðaltáknsins sé skýrt
frá samheiti vörunnar, svo að ekkert sé þar um að villast.
Annar þátturinn í merkinu sé mynd af stúlku við þvotta-
vél. Loks sé í þriðja lagi greint skýrum stöfum nafn fram-
leiðanda og heimilisfang. Þegar merkið sé metið, verði
ekki eitt orð, sem talið yi'ði líkjast orði i öðru merki,
tekið út úr, án þess jafnfranxt sé getið þeirra skýru auð-
kenna, er greini það frá því merki. Enn var á það bent
af hálfu stefnda, að fyrstnefnt vörumerki stefnanda sé
einungis skráð fyrir þvottaduft og njóti því ekki verndar
út fyrir þá vöx-utegund, sbr. 1. gr. laga nr. 43/1903. I síðar-
nefnda vörumerkinu sé á hinn bóginn, auk heitisins Persil,
mynd, gjörólik mvndinni á vörumerki því, sem urn er
deilt, og að auki nafn franxleiðanda. Merkið greini sig því
sjálft frá öðrum merkjum á enn gagngerðari lxátt en orð-
ið eitt segi til urn. Að lokum var þvi ákveðið mótmælt, að
stefnaixdi njóti aukins réttar fyrir umrædd vörumerki sín
á þeim rölcum, að þau séu „heimsmerki“.
Tímarit lögfrœSinga
93