Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 53
þeirra, sem niál höfðuðu, var M., en sonur liennar
hafði farizt með bátnum. Var hann þá 21 árs gamall,
ókvæntur og bjó á heimili móður sinnar. M. var ekkja,
en liafði í mörg ár búið með manni einum, S. Á heimilinu
höfðu alizt upp 7 hálfsystkini R. heitins, og var ekkert
þeirra enn farið að heiman, er hann féll frá. Yoru 6 þeirra
börn móður hans og sambýlismanns hennar, hið elzta
fætt 26. desember 1938 og hið yngsta 18. nóvember 1949.
1 málinu kom það fram, að S. var aðalfyrirvinna heimil-
isins, og liöfðu atvinnutekjur hans þrjú næstu árin fyrir
fráfall R. heitins numið um kr. 40.000.00 til jafnaðar á ári.
M. liafði uppi þá kröfu, að henni yrði dæmdar bætur
að fjárhæð kr. 200.000.00 vegna fjárhagslegs tjóns, er hún
hefði beðið vegna fráfalls sonar sins. Reisti hún kröfu
þessa á þvi, að hún hefði fyrir mjög þungu heimili að sjá
og hefði R. heitinn veitt henni verulega f járhagslega hjálp,
meðan hans naut við. Til stuðnings máli sinu lagði M.
fram vottorð hlutaðeigandi hreppstjóra, þar sem segir,
að R. lieitinn hafi verið fjárhagsleg stoð móður sinnar.
Ennfremur lá fyrir vottorð sóknarprestsins á staðnum þess
efnis, að fjárhagsstuðningur sá, er M. naut frá R. heitn-
um, muni hafa numið nálega lielmingnum af atvinnu-
tekjum hans ár hvert. Að lokum leitaði M. til trygginga-
fræðings um útreikning á áætlun fjárliagslegu tjóni henn-
ar vegna fráfalls sonarins. Kom m. a. fram í þeim útreikn-
ingi, að væri gert ráð fyrir, að árlegt framlag R. heitins
til heimilisins hefði numið kr. 10.000.00, væri verðmæti
þess samkvæmt líkindareikningi kr. 120.110.00.
Stefndi mótmælti þvi, að kröfugerð þessi ætti nokkurn
rétt á sér, þar sem eigi yrði séð, að M. hefði á nokkurn
hátt verið á framfæri R. heitins,
Talið var nægilega í ljós leitt, að M. hefði notið nokk-
urs fjárhagslegs stuðnings frá R. heitnum, meðan iiann
lifði. Hún hefði því við fráfall hans orðið fyrir fjárhagslegu
tjóni, sem hún ætti rétt á að fá bætt úr hendi stefnda. Við
ákvörðun þeirra bóta var tekið tillit til þess, að gera mætti
Timarit lögfrœðinga
99