Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 54
ráð fyrir því, að R. heitinn myndi liafa stofnað eigið heimili,
en við það hefðu möguleikar hans til að styrkja móður sina
minnkað mjög. Þá var og litið til þess, að þörf M. fyrir
fjárhagslega aðstoð frá lionum hlyti að minnka, eftir þvi
sem börn hennar kæmust á legg og færu að geta séð sér
sjálf farborða. Eftir atvikum þóttu bætur til M. vegna frá-
falls R. heitins hæfilega ákveðnar kr. 30.000.00, en fram
kom i málinu, að hún hafði fengið greiddar kr. 18.176.00
upp í tjón sitt frá Tryggingastofnun ríkisins.
(Dómur S. & Vd. R. 30/3 ’57).
Ofgreitt kaup. — Endurheimta.
Hinn 1. júlí 1947 var B. ráðinn 1. vélstjóri á togara, er
1. átti þá í smiðum. Smíði togarans dróst mjög á langinn,
og var hann ekki kominn til heimahafnar fyrr en 5. maí
1948. Allan þenna tíma var B. á fullu kaupi lijá í., en
starfaði eigi að siður sem vélstjóri á ýmsum skipum í.
óviðkomandi, enda þurfti I. ekki á starfskröftum hans
að halda fyrr en í lok marz 1948, er B. fór til útlanda á
vegum I. til þess að fylgjast með niðursetningu véla í tog-
arann. Samkvæmt þessu hafði B. þegið fullt kaup hjá I.
i átta mánuði án þess að láta nokkurt starf í té. B. var
síðan i þjónustu 1. til loka marz 1951 og reyndist góður
vélstjóri. Þegar liann hætti, átti liann inni lijá í. ógoldið
kaup að fjárhæð kr. 6.038.57. Var ætlunin, að sögn fram-
kvæmdastjóra I., að senda B. kaupeftirstöðvar þessar við
fyrstu hentugleika. Hinn 12. maí 1951 hringdi B. frá
Reykjavík á skrifstofu I., sem var úti á landi, og fór þess
á leit, að honum yrði greidd nefnd f járhæð. Að sögn fram-
kvæmdastjóra 1. var þetta gert þá sanidægurs með því
að senda B. í pósti ávísun á Landsbankann, að fjárhæð
kr. 6.038.57 ásamt reikningsyfirliti, er sýnt hafi, að um
lokagreiðslu var að ræða. Þenna sama dag vildi svo til,
að framkvæmdarstjóri I. og B. hittust á götu í Revkjavík.
Tjáði B. þá framkvæmdastjóranum, að hann hefði þá rétt
100
Tímarit lögfrœöinga