Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Síða 60
kvæmd og liður í hjúkrun sjúklingsins eftir skurðaðgerð-
ina. Fyrirslcipuninni hafi hann beint til lij úkrunarkonu
sjúkrahússins og hafi liann mátt treysta því, að hún yrði
framkvæmd á réttum tíma og á réttan hátt. 1 öðru lagi
liélt G. þvi fram, að hann bæri ekki bótaábyrgð vegna
skaðaverka starfsfólks sjúkrahússins. Starfsfólkið hafi á
engan hátt verið í hans þjónustu, hann hafi ekki greitt
því laun og það hafi ekki fengið neinn hlut af þeirri þókn-
un, sem liann fái fyrir aðgerðir á sjúklingum á sjúkrahús-
inu frá Sjúkrasamlagi Revkjavikur. Hjúkrun og læknis-
lijálp séu tvö aðgreind verksvið og fvrirskipun lians til
hjúkrunarkonunnar í umrætt sinn hafi ekki skapað þau
réttartengsl milli þeirra, er svari til réttarsambands hús-
bónda og starfsfólks. R. aftur á móti reki sjúkraliúsið og
beri þvi einn ábyrgð á skaðaverkum starfsfólks þess, þeg-
ar það sé að sinna þeim verkefnum, sem R. hafi tekið að
sér með rekstri sjúkrahússins. Fái R. og greiðslu frá
sjúkrasamlögum eða sjúklingum sjálfum fyrir þá hjúkr-
un og umönnun, sem sjúklingar njóti þar. Lokst benti
G. á, að umrætt sjúkrahús sé opið sjúkrahús i skilningi
3. mgr. 4. gr. laga nr. 93/1953, þ. e. öðrum læknum en
föstum læknum sjúkrahússins sé heimilt að leggia sjúlc-
linga sína þar inn, eftir því sem ástæður leyfa. Fvrir þessa
aðstöðu greiði viðkomandi læknar ekkert, en sjúkrasam-
lög eða sjúklingar sjálfir greiði kostnaðinn af dvölinni.
Með rekstri sjúkrahússins hafi R. tekið að sér að veita
þessa aðstoð og þjónustu, en starfsfólk sjúkrahússins hafi
umönnun sjúklinga með höndum á ábyrgð R. Það sé í
höndum yfirlæknis spítalans að leyfa öðrum læknum að
leggja sjúklinga sína þar inn, Þegar slikt leyfi sé fengið
og siúklingur í samræmi við það kominn á sjúkrahúsið,
þá skapist með samþykki yfiriæknisins ábyrgð R. á skaða-
verkum starfsfólks sjúkrahússins í sambandi við umönn-
un og hjúkrun sjúklingsins.
Talið var, að hjúkrunarkonunni M. hafi orðið veruleg
mistök á, þegar hún bað gangastúlkuna að setja hitapoka
106
Tímarit lögfrœöinga