Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 82
5. Uppboð, fógetagerðir o. fl.
Árin 1946—52 voru samkvæmt dómsmálaskýrslum
haldin alls 1200 uppboð. Þar af voru 506 haldin af lirepp-
stjóra, sjá nánar töflu IX.
Af fógetagerðum, sem á þessu tímabili voru'alls nærri
42 þús. að tölu, voru rúmlega 91% lögtök, sem langflest
liafa átt sér stað í fteykjavík. Hér er aðallega um að
ræða lögtök vegna vanskila á opinberum gjöldum. Um
þriðjungur af lögtökunum bar ekki árangur. Af öðrum
fógetagerðum er fjárnám algengpst, þá útburður og lög-
hald á undan dómi.
Nótaríalgerðir voru samtals 30172 á árunum 1946—
52, Um % af þeim voru víxilafsagnir. Um vitnamál, dóm-
kvaðning mats- og skoðunarmanna, eiðsmál, lögræðis-
sviptingarmál og mál til brottfalls lögræðissviptingar, sjó-
ferðaskýrslur, borgaralegar hjónavígslur og leyfi til skiln-
aðar eru upplýsingar í töflu IX, og vísast til þeirra.
6. Þinglýsingar.
Þinglýsingar á veðbréfum hafa á árunum 1946—52 ver-
ið samtals 30675 að tölu og heildarfjárhæð þeirra 2317
millj. kr. Rúmir % veðbréfanna voru í fasteignum, en
Vá i lausafé. Fjárhæð veðbréfa í fasteignum hefur til
jafnaðar verið tæplega 68 þús. kr. á bréf, en fjárhæð veð-
bréfa i lausafé rúmlega 91 þús. kr. til jafnaðar. Sjá má
af frumskýrslunum, að veðbréf í skipum eru ýmist talin
sem veðbréf í fasteignum eða lausafé.
Tala aflýstra veðbréfa var 18050 á tímabilinu, en heild-
arfjárhæð samtals rúmlega 386 millj. kr. Meiri hluti þess-
ara bréfa voru veðbréf i fasteignum, 15526 talsins, að
fjárhæð 328 millj. kr. eða rúmlega 2l þús. kr. að jafnaði.
Fjárhæð aflýstra veðbréfa i lausafé var til jafnaðar 23
þús. kr. á bréf.
Afsöl á fasteignum voru 11063 talsins, að fjárhæð alls
rúmlega 569 millj. kr.
128
Tímarit lögfrœöinga