Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Side 23
1 framhaldi af þessu og með hliðsjón af tilvitnuðum dómum, einkum
hinum síðari, má spyrja, hvernig færi, ef svokallaður sjómannafrá-
dráttur yrði afnuminn með lögum. Sérstakur frádráttur fyrir sjó-
menn á fiskiskipum mun fyrst hafa verið tekinn upp með 1. nr. 37/1957
um aukinn skattfrádrátt til handa skipverjum á fiskiskipum. Þessi
frádráttur nær nú til allra sjómanna, sem lögskráðir eru á íslenzk
skip, og eru um hann ákvæði í 14. gr. 1. nr. 68/1971. 1 umræðum, sem
fram fóru á Alþingi um frumvarp til laganna frá 1957 kemur fram,
að það sé einungis staðfesting á samkomulagi, er varð milli samninga-
manna sjómanna og verkalýðsfélaganna annars vegar og ríkisstjórn-
arinnar hins vegar um lausn kjara- og efnahagsmála. Má því e. t. v.
segja, að þessi skattfríðindi séu til komin á svipaðan hátt og skatt-
frelsi stríðsáhættuþóknunarinnar á sínum tíma. Hér er að vísu sá
munur á, að í lögunum sjálfum er hvergi vísað til ákveðinna samninga
eins og gert var í 1. nr. 61/1939. Ef sett væru lög nú í árslok um af-
nám þessara hlunninda, kynni að vera öruggara með hliðsjón af þess-
um dómi að fresta gildistöku þeirra til 1. jan. 1974. Eins og kunnugt
er voru útsvör á þessu ári lögð á skv. 1. nr. 8/1972 um tekjustofna
sveitarfélaga, en þau tóku gildi þ. 22. marz s. 1. Samkvæmt þeim er gerð
sú meginbreyting á reglum um álagningu, að útsvör eru lögð á heild-
artekjur og þar með hefur að sjálfsögðu fallið niður þessi sérstaki
sjómannafrádráttur hjá þeim, sem þar áttu hlut að máli. Hér liggur
dæmið þó öðru vísi fyrir, þar sem grundvallarreglum um útsvars-
álagningu var breytt, og það gæti vafizt fyrir útsvarsgjaldanda að
sýna fram á, að hann væri í raun nokkru verr settur en áður, þrátt
fyrir afnám frádráttarins.
Eg hefi nú drepið á nokkur tilvik, er varða gildistöku laga, er afnema
að meira eða minna leyti skattfrelsi, sem talið er byggt á samningi.
Mér er ekki kunnugt um íslenzka dóma um þetta efni, yngri en þá sem
ég vitnaði til.
Hins vegar er í þessu sambandi fróðlegt að lesa hæstaréttardóm í
Norsk Retstidende 1957 á bls. 522.
Af þessum dómum verða vitanlega ekki dregnar þær ályktanir, að
skattþegn mundi njóta hliðstæðrar verndar, ef afnumin eru skattfríð-
indi, sem til eru komin á annan hátt.
Skattfrelsi getur verið margs konar og af ýmsum rótum runnið.
Fyrst má e. t. v. nefna það svið, þar sem löggjafinn á enn það sem
kalla mætti ónumin skattlönd. Ef sett eru lög um nýjan skatt og
gildistaka þeirra ákveðin með þeim hætti, að álagningin eigi að miðast
við tekjur eða eign skattþegns á undanfarandi ári, eru sjálfsagt fáir
17