Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Qupperneq 36
5. Vandamál í sambandi við gildistöku skattlagabreytinga. Fyrirlesari Guðmundur V. Jósefsson, gjaldheimtustjóri. Guðmundur Skaftason hrl. hafði í samráði við Þór Vilhjálmsson formann lögfræðingafélagsins samið dagskrá, og höfðu þeir jafnframt gert tillögur um framsögumenn um hvert efni fyrir sig. Umræðustjórar á námskeiðinu voru hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes L. L. Helgason og Eggert Kristjánsson. Var námskeiðið haldið í Lögbergi (húsi lagadeildar). Um framkvæmd námskeiðsins sáu borgardómararnir Stefán M. Stefánsson og Hrafn Bragason. Þátttakendur voru milli 50 og 60 á námskeiðinu, en auk þess var það sótt af þeim, er annazt höfðu einhverja vinnu við undirbúning þess. Á eftir framsöguerindum urðu fjörugar umræður. Voru bornar fram fyrir- spurnir og jafnframt gerðar athugasemdir við sumt það, er fram hafði komið hjá fyrirlesurum. Ákveðið er, að framsöguerindin verði öll birt í Tímariti lögfræðinga, og munu þau fyrstu -Jtasi í þessu hefti. Óhætt mun að segja, að námskeið þetta hafi þótt takast vel, og sýnir fjöldi þátttakenda, að mikill áhugi er ríkjandi meðal lögfræðinga á námskeiða- haldi sem þessu. Er það von stjórnar lögfræðingafélagsins, að ekki þurfi lengi að biða næsta námskeiðs. Hrafn Bragason ÞRÍR FÉLAGSFUNDIR Þrír félagsfundir hafa verið haldnir á þessu starfsári Lögfræðingafélagsins eftir aðalfundinn 14. desember, sem frá er sagt á öðrum stað. Á fræðafundi 18. janúar flutti Hjördís Hákonardóttir cand. jur. fyrirlestur, sem hún nefndi: „Eru fóstureyðingar réttlætanlegar?" í umræðum að loknum fyrirlestrinum tóku þátt auk framsögumanns: Garðar Gíslason skrifstofustjóri borgardómaraembættisins, Hjörtur Torfason hrl„ Þór Vilhjálmsson prófessor og Guðrún Erlendsdóttir hrl. Fundur þessi var á Hótel Sögu, Átthagasal, en þar hafa flestir fundif félagsins verið um nokkurt skeið. Á félagsfundi í Lögbergi 22. janúar var rætt um umsagnir um þrjú þingmál, sem send höfðu verið félaginu til umsagnar. Fyrst var fjallað um þingsálykt- unartillögu Ragnars Arnalds um útgáfu lagasafns í lausblaðabroti. Formaður félagsins hafði framsögu um frumdrög að svari, og síðan tóku til máls Jóna- tan Þórmundsson prófessor, Már Pétursson héraðsdómari, Bjarni K. Bjarna- son borgardómari og Jón Thors deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu. Var að lokum samþykkt að svara á þá leið, að félagið mæli með því, að rækilega sé kannað fyrirkomulag á útgáfu lagasafns, svo að bætt verði úr þeim erfiðleikum, sem koma fram, þegar langt líður milli útgáfa. Tekið skyldi fram í svari félagsins, að í þessu sambandi komi til athugunar sá útgáfu- háttur, sem um ræðir í þingsályktunartillögunni. Þessu næst var á fundinum rætt um sijórnarfrumvarp um breyting á lög- um nr. 57/1962 um Hæstarétt. Stefán Már Stefánsson borgardómari skýrði fjölrituð drög að svari, sem félagsstjórnin lét dreifa á fundinum. Síðan tóku 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.