Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 7
SIGURÐUR GRÍMSSON Leiðir okkar Sigurðar Grímssonar lágu oft saman, þó ekki væru þær alltaf beinar og bugðulausar. En sterkum vináttuböndum vorum við raunar alltaf bundnir, þó vík skildi stund- um vini á löngum timabilum. En aldrei slitnaði þráðurinn, er tengdi okkur saman, og vináttu- böndin brustu aldrei, þó leiðirnar lægju stund- um, um skeið, sitt í hvora áttina. Ég minnist sérstaklega í upphafi, er ég eitt haust, eins og stundum endranær, kom til náms í gamla Menntaskólanum okkar og skorti þá sér- staklega húsnæði. Þegar ég gat þessara vand- kvæða minna við Sigurð Grímsson, sagði hann, að við skyldum koma heim til móður hans, frú Ingve'dar Guðmundsdóttur. Úr þeirri heim- sókn kom ákvörðunin um það, að ég skyldi flytja inn á heimilið fyrst um sinn, til fullrar búsetu, uns úr rættist vand- kvæðum mínum til fanga, þó ekki væri annað en einhver kjallarakompa eða háaloftshola. Þakkaði ég þeim mæðginum innilega fyrir þennan mikla greiða, sem raunar var hvorki hinn fyrsti né síðasti í okkar samskiptum. Hélst síðan, og raunar áður, órofa vinátta okkar Sigurðar, á meðan báðir lifðu. Minnist ég hennar með miklu þakklæti. Við Sigurður Grímsson áttum mörg sameigin'eq áhugamál, oq um lanqt skeið stunduðum við sömu námsbrautir. Við borðuðum saman íhinum gamla virðulega Menntaskóla, þó ekki værum við bekkjarbræður, og höfðum báðir mjög svipuð áhugamál í félagslífi nemenda og stóðum þar oft hlið við hlið. Ákváðum við báðir, sinn í hvoru lagi — Sigurður lauk stúdentsprófi ári á undan mér — að leggja stund á lögfræði. Áfram hélt órofa vinátta okkar og mjög náið samband, sem tenqt var sameigin'equm áhuqamálum okkar, sem, auk lögfræðinnar að sjálfsögðu, voru stjórnmál og bókmenntir. Öll skóla- ár Sigurðar Grímssonar var hann ekki einunois þekktur innan skóianna sem skáld og rithöfundur, heldur hafði hann áunnið sér utan skó'anna með réttu hin virðulegu héiti skálds, rithöfundar og fagurkera. Og hina prýði'equ kvæðabók sína, „Við langelda", gaf hann út, á meðan að hann var við nám í Háskólanum. Sigurður Grímsson var því sannar'eqa enginn aukvisi í þess- um efnum, heldur bar hann með réttu heiti skáldsins oq rithöfundarins þeq- ar á skólaárum sínum. Og eftir því sem lengur leið, bar hann ekki einunnis með sóma heiti sitt sem lögfræðinqur, heldur framkvæmdi hann með virðu- leik og hæfni og um langt skeið embættisstörf sín sem borqarfóqeti í Reykjavík. Hann hafði og sýnt á ótvíræðan hátt, að hann var mjöq hæfur blaðamaður. Og ekki mun sá skóli hafa orðið honum lítils virði, er hann um skeið var blaðamaður við Þjóðstefnu skáldsins mikla og hugsiónamannsins Einars Benediktssonar. Fór hann ekki dult með það við mig oq aðra að sá skóli hefði orðið honum dýrmætari en flest eða öll önnur fagur- fræðileg viðfangsefni. Og ekki voru heldur Ijóðin það eina, sem í viðureiqn hans við orðsins list sýndu hæfni hans heldur má þar við bæta bæði leik- 53

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.