Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 13
ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON Þorvaldur Þórarinsson fæddist að Bergskoti á Vatnsleysuströnd 11. nóvember 1909. For- eldrar hans voru Þórarinn bóndi á Höfða í sömu sveit Einarsson og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir, ættuð af Mýrum. Þorvaldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1930 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla islands 30. janúar 1937. Á árunum 1941—1943 var Þorvaldur við framhaldsnám í Bandaríkjunum og lagði þar stund á þjóðarétt, stjórnlagafræði og milliríkja- pólitík. í maí 1942 hlaut hann titilinn Master of Arts við Cornell háskóla í Iþöku, New York ríki, fyrir ritgerð um þjóðréttarstöðu íslands. Þá fékk hann styrk hjá Social Science Re- search Council í New York til rannsókna á dómsúrskurðum um vernd mannréttinda og var við þær rannsóknir m. a. við Cornell háskóla og Harvard háskóla, uns hann hélt heimleiðis haustið 1943. Að loknu embættisprófi fékkst Þorvaldur við verslunarstörf, og var um skeið forstöðumaður bókaverslunar Heimskringlu. Eftir dvölina í Ameríku stundaði hann ritstörf og lögfræðistörf. Árin 1945—1950 veitti hann forstöðu Bygging- arfélaginu Virki h.f. í Reykjavík, en eftir það rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík til æviloka. Hæstaréttarlögmaður varð hann í febrúar 1960. Þorvaldur var einn af stofnendum Kommúnistaflokks islands 1930 og Sam- einingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins 1938. Formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur var hann 1953—1956. Með Þorvaldi er genginn fyrir aldur fram litríkur og minnisstæður persónu- leiki og sómi stéttar sinnar. Þorvaldur Þórarinsson var hávaxinn, glæsilegur á velli og samsvaraði sér vel. Hann var félagslyndur, tók snemma virkan þátt í stjórnmálum, skipaði sér í fylkingu undir gunnfána kommúnismans og var trúr hugsjón sinni til hinstu stundar. Hann var fluggáfaður, víðlesinn og fróður, mælskumaður með af- brigðum, rökfastur, beinskeyttur og óvæginn. Persónuleiki hans skóp honum traust og virðingu samherja jafnt sem andstæðinga, þótt stundum væri stormasamt í kringum hann, enda sjónarmið hans oft mjög umdeild. Þorvaldur lét félagsmál lögmanna mjög til sín taka og beitti sér m. a. fyrir stofnun Lífeyrissjóðs lögmanna og átti sæti í stjórn hans. í félagsskap lögmanna var jafnan líf og fjör í kringum Þorvald. Hann deildi oft hart á fundum, en að fundarstörfum loknum var hann hrókur alls fagnaðar, og munu margir minnast skemmtilegra stunda með honum. Þorvaldur var ágætlega ritfær, og liggur eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum. í starf sínu lét Þorvaldur hagsmuni viðskiptamannanna jafnan sitja í fyrir- rúmi og spurði aldrei um greiðslugetu, enda munu margir hafa notið góðs af greiðvikni hans. Eins og áður segir, var Þorvaldur fjölfróður og víðlesinn og átti vandað 59

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.