Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 21
b) Verulegt ósamræmi getur orðið milli brots og viðurlaga, þar sem brot getur verið smáræði eitt, en vistun staðið árum saman. c) Hætta á pólitískri misnotkun. d) Þekkingarskortur sérfræðinga bæði um virkni þeirra aðferða, sem beitt er, svo og um árangur meðferðar. e) Síðast en ekki sízt er augljóst, að mikill meirihluti þeirra, sem brjóta af sér, hefur enga frekari þörf fyrir sérfræðilega meðferð en hverjir aðrir þegnar þjóðfélagsins, t.d. þeir mörgu, sem brjóta gegn umferðarlögum. Kostirnir, sem bent er á, eru helzt þessir: a) Með hæfilega langri vistun að mati fangelsis- eða hælisstjórnar gefst nægilegt svigrúm til sérfræðilegrar meðferðar. b) Vitneskja fanga um, að hann losni strax og endurhæfingu er lokið, getur orðið til þess, að hann verði jákvæðari gagnvart end- urhæfingaraðgerðum. En hversu djúpt ristir einlægni hans? c) Fangi getur með góðri hegðun haft áhrif á tímalengd vistunar. Ekki hefur þótt vafi leika á, að ókostirnir végi mun þyngra, eink- um þegar nánar er borið saman inntak hálftímabundinna refsidóma, t.d. í unglingafangelsi, og venjulegrar tímabundinnar refsivistar hins vegar. Komið hefur í ljós við rannsóknir á undanföraum árum, að hálftímabundin eða ótímabundin vistun verður oft í framkvæmd mun lengri en orðið hefði í tímabundinni refsivist. I öðru lagi er frjáls- ræði fangans engu meira en í almennum fangelsum og munur á sér- fræðiþjónustu lítill sem enginn, ekki sízt þégar haft er í huga, að farið er að búa betur að fangelsum í þessum efnum en áður var. Loks hefur komið í ljós, að árangur er sízt betri af þessum dómum, ef miðað er við ítrekunartíðni. Verður niðurstaðan því sú, að hálf- tímabundin refsiviðurlög, eins og t.d. unglingafangelsi, séu strangari refsing en aðrar sambærilegar refsingar. Má þannig segja, að í reynd hafi þessi úrræði reynzt þveröfugt við það sem ætlazt var til í upp- hafi. Unglingafangelsi var afnumið í Danmörku fyrir 2 árum. Að sjálfsögðu var hugsunin góð á bak við hálftímabundna og ótíma- bundna refsidóma engu síður en var um annars konar hælisvistun í tilefni lögbrota. Meðferðarstefnunni fylgdi mikil bjartsýni um árang- ur og háleitar hugmyndir um endurhæfingu og aðlögun brotamanna að þjóðfélaginu. En vonbrigðin hafa orðið sár. Upp úr miðbiki aldar- innar fór að bera á gagnrýni víða í nágrannalöndum okkar. Varð hún einkum hávær eftir 1960. Annars vegar kom í ljós, að bjartsýni braut- ryðjendanna var reist á röngum hugmyndum um eðli afbrota. Hins 67

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.