Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Side 14
bókasafn, enda lét hann sér fátt mannlegt óviðkomandi. Auk fræðiáhuga var hann mikill ferðamaður og voru gönguferðir um óbyggðir eftirlætis skemmtun hans. Hinn 7. október 1936 kvæntist Þorvaldur eftirlifandi konu sinni, Fríðu Knud- sen, dóttur Vilhelms Moritz Knudsen verslunarmanns í Reykjavík og konu hans Hólmfríðar Gísladóttur, systur Þorsteins Gísiasonar skálds. Fríða var systir Ósvalds Knudsen, hins þekkta kvikmyndagerðarmanns og náttúruskoðara, sem ný ega er látinn. Heimili þeirra Fríðu og Þorvalds að Hellusundi 6 var fallegt og skemmtilegt, og minnast margir glaðværra stunda þar. Fríða tók virkan þátt í félagsstarfi með manni sínum og reyndist honum hinn ákjósanlegasti lífsförunautur. Sigurður Baldursson TÖNNES MADSSON ANDENÆS Tönnes Andenæs stórþingsmaður átti marga vini og kunningja á íslandi. Hann hafði nýlega sótt þá heim sem fulltrúi Norðmanna á Norð- urlandaþingi, þegar hann féll frá langt um aldur fram. Raunar voru aðeins rúmir tveir sól- arhringar liðnir, frá því hann yfirgaf ísland, þegar hann fórst í járnbrautarslysinu mikla skammt frá Lillehammer laugardaginn 22. fe- brúar s.l. Eftir komuna til Noregs skrapp hann til fjalla og hitti fjölskyldu sína, sem var þar í skíðaferð. Hann ferðaðist einn síns liðs aftur til Osló með lestinni, er lenti í árekstrinum. Tönnes Andenæs var yngstur átta bræðra, 51 árs, og sá fyrsti þeirra, sem fellur frá. Bræð- urnir eru allir vel þekktir, hver á sínu sviði. Að minnsta kosti tveir þeirra eru kunnir hér á landi: Johannes Andenæs prófessor, sem á sínum tíma var rektor Oslóarhá- skóla og skrifað hefur mikið um lögfræðileg efni, og Thorleif Andenæs, en rit eftir hann hefur verið notað hér við kennslu í endurskoðun. Tönnes Andenæs kom fyrst til íslands 1946. i eftirmælum eftir hann lýsti ferðafélagi hans, Sigurd Frigland, dvöl þeirra þannig, að við komu sína hafi þeir engan þekkt, en er þeir fóru hafi stór vinahópur verið á hafnarbakkanum. Sagði Frigland þetta til sannindamerkis um það, hve Tönnes átti auðvelt með að kynnast fólki og stofna til vináttu við það. Tönnes Andenæs lauk lögfræðiprófi frá háskólanum í Osló 1955, þá 31 árs. Hann hafði ekki helgað sig laganáminu einvörðungu í háskóla. 1950 hóf hann einn í kjallaraherbergi að gefa út og se!ja bækur undir nafni Universitetsfor- laget, á vegum Studentsamskipnaden í Osló (félagsstofnunar stúdenta). For- lagið er nú öfiugasta útgáfufyrirtæki í Noregi og þótt víðar væri leitað. Þangað koma menn frá öllum heimshornum til að kynna sér fyrirmyndar rekstur há- skólaforiags, sem annálað er fyrir framtakssemi og nýjungar í útgáfumálum. Tönnes starfaði sem Universitetsfor’.egger, þar til hann var kjörinn á Stór- 60

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.