Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 29
um lögum fram til þessa. Víðast hvar hefur svo skipazt, að refsimörk einstakra refsiheimilda hafa verið rýmkuð. Verður það bæði rakið til almennrar stefnu gagnvart dómstólum svo og til þess, að í stað frem- ur ítarlegra og sérhæfðra refsiákvæða hafa smám saman komið al- mennari og rýmri brotalýsingar. Er dómstólum og fræðimönnum stundum að öllu leyti látið eftir að draga fram og skýra einstök atriði efnislýsingar, einkum þegar löng hefð er komin á framkvæmd ákvæð- isins, eins og t.d. um þjófnað. VI. Samspil refsinga og skaðabóta. Ekki hafa verið athuguð sem skyldi tengsl eða samspil refsinga og skaðabóta. Vikið var að þessum viðurlagategundum hér að framan og ólíkum skilyrðum fyrir því, að þeim verði beitt. Að öðru leyti er það einkum tvennt, sem á milli skilur: Bætur renna til tjónþola, en sektir til ríkissjóðs eða annarra opinberra sjóða. Bætur eru háðar því til- viljunarkennda atviki, hvort tjón hlýzt af verki, en refsing er fyrst og fremst miðuð við verknaðinn sem slíkan, þótt afleiðingarnar geti einnig skipt máli um refsiákvörðun. Algerigast er, að hvort tveggja megi dæma, refsingu og skaðabætur, ef unnið er refsivert verk, sem hefur tjón í för með sér. Hins vegar er það oft talin fullnægjandi vernd fyrir hagsmuni, að skerðing á þeim varði eingöngu bótum, t.d. samningsrof yfirleitt. Er þá ekki veitt heimild til þess í lögum að refsa fyrir slíka skerðingu. Vitanlega er það athugunarefni, hvort ekki megi í ríkari mæli láta við önnur hvor viðurlögin sitja, refsingu eða skaðabætur. Er það og mikilvægt sjónarmið að steypa ekki saman fleiri viðurlögum en þörf er á til verndar hagsmunum. Vandmetið er, hvor hafi sterkari varnaðaráhrif almennt séð, refsingar eða skaða- bætur. Vafalaust er, að hvor um sig geta gegnt mikilvægu varnaðar- hlutverki, og þau geta styrkt varnaðaráhrif hvor annarra. Varnaðar- áhrif skaðabóta geta þó orðið takmörkuð gagnvart eignalausum manni, sem unnið hefur spjöll á líkama manns eða eignum og færist undan að bæta tjón sitt. Bótakrafan er þar lítils virði. Væntanlega hefur refsingin mest að segja, þegar atvikum er þannig háttað. Hins vegar getur bótaábyrgð orðið mun þungbærari en refsing, t.d. ef maður hefur ekki afstýrt slysi, þótt hann hefði getað það án þess að stofna hagsmunum sínum í hættu, eða hann hefur af gáleysi, svo sem einskærri gleymsku, vanrækt að skrúfa fyrir vatnskrana og þannig orðið valdur að gífurlegu vatnstjóni í vörugeymsluhúsi. Verða dómstólar í slíkum tilfellum að hafa svigrúm til að takmarka bóta- skyldu eða bótafjárhæð við einhver skynsamleg og eðlileg mörk. önn- ur lausn er sú að beita sektum einvörðungu, enda kunna þær að hafa 75

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.