Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Qupperneq 15
þingið 1969 fyrir Verkamannaflokkinn. Fyrstu beinu afskipti hans af stjórn- málum voru þó eidri, því að hann hafði setið í sveitarstjórn í byggðarlagi sínu, og árið 1965 var hann ,,statssekretær“ (aðstoðarráðherra) hjá Helge Sivert- sen, þáv. menntamálaráðherra. Eftir að hafa náð kjöri á þing, dró Tönnes smátt og smátt úr störfum sínum hjá Universitetsforlaget, og í byrjun annars kjörtímabils síns 1973, var allur daglegur rekstur kominn úr höndum hans. þótt hann legði enn á ráðin um öll meiriháttar framtíðaráform forlagsins og efldi enn starfsvettvang þess. Á námsárum sínum gaf Tönnes Andenæs út bæklinginn GRUNNLOVEN VÁR, sem ber undirtitilinn „UTGAVE FOR SELVSTUOIUM". í þessari litlu bók eru öll þau skjöl, sem teljast til grundvallarþátta í norskri stjórnskipun. Tönnes sagði mér einu sinni, að líklega væri hann eini metsöluhöfundurinn, sem tekið hefði saman bók um stjórnskipunarrétt, því að bók sín hefði verið prentuð í um 200.000 eintökum. Tönnes Andenæs var sannur vinur íslands og íslendinga. Hann lagði ís- ienskum málum lið í stóru og smáu. Frá síðari árum má annars vegar minnast heilladrjúgra afskipta hans af aðstoð Norðurlanda við Island vegna Vest- mannaeyjagossins og hins vegar áhuga hans á því á liðnum vetri, að ekki rofn- aði sambandið milli norsku fréttastofunnar NTB og íslands. Flutti hann það mál inn í Stórþingið. Ekki vil ég láta hjá líða að minnast þess, hvern þátt þeir Tönnes Andenæs og Kristian Ottosen, framkvæmdastjóri Studentsamskipna- den í Osló, áttu í því, að Félagsstofnun stúdenta var komið á fót við Háskóla íslands. Er óhætt að fullyrða, að hugmyndin um slíka stofnun hafi fæðst af kynnum Islendinga við þá féiaga, en á lokastigum undirbúnings komu þeir hingað í boði Háskóla fslands og Stúdentaráðs og sátu ráðstefnu um fyrir- hugaða félagsstofnun. Með þá Tönnes og Kristian Ottosen í broddi fylkingar hafa Islendingar átt góða menn að við þá miklu stofnun, sem Studentsam- skipnaden í Osló er orðin. Ég nefni hér sérstaklega einnig Jon Erlien, sem verið hefur forstjóri stúdentagarðadeildar stofnunarinnar. Hann hefur eins og þeir Tönnes og Kristian verið formaður Norsk-lslandsk Samband. Var Jon Erlien í fyrirsvari fyrir félagið, þegar það gekkst fyrir hjá'paraðgerðum í Nor- egi vegna eldgossins í Vestmannaeyjum. Er hann mörgum Is'endingum að góðu kunnur fyrir það. Tönnes var ásamt vinum sínum reiðubúinn til þess að veita íslendingum liðsinni í öllum málum, sem hann taldi horfa til heilla. Raun- ar var Island ekki eina landið, sem hann hélt slíkri tryggð við, því að hann hafði einnig sérstakan áhuga á málefnum frænda okkar Færeyinga. Það verður óneitanlega daufara fyrir vini Tönnesar Andenæs að koma til Noregs eftir fráfall hans. Þótt menn kæmu fyrirvara'aust til Os'ó, brást það aldrei, að Tönnes, Henny kona hans og börn þeirra þrjú tækju höfðinglega á móti þeim á fögru heimili þeirra skammt fyrir utan Osló og efndu þá jafnan til mikils mannfagnaðar. Tönnes var þannig gerður, að hann hreif menn með sér í áhuga sínum á því, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fór ekki troðnar slóðir, eins og ef til vill kom skýrast fram á þingi, þar sem hann lét ekki fiokks- bönd verða sér til farartálma. Tönnes var vinamargur og ræktaði vináttu sína úr fjarlægð á einstakan hátt. Hann sendi vinum fáorðaðar orðsendingar, sem báru með.sér svo mikla hlýju, að öðrum er ekki lagið að gera betur. Ég tel mér það mikla gæfu að hafa hlotið vináttu Tönnesar í arf frá foreldrum mínum. Blessuð sé minning hans. Björn Bjarnason 61

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.