Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Qupperneq 42
DÖMAR í SJÓRÉTTARMÁLUM Arnljótur Björnsson: Dómar í sjóréttarmálum 1965—1974 Reykjavík 1975. 43 bls. Nýlega kom út á vegum Lögmannafélags íslands bók sú, sem að ofan getur. Birtast í henni ágrip af dómum Hæstaréttar, er varða sjórétt þetta árabil, samtals 70 að tölu. Áður hafa birst tvær samsvarandi bækur frá hendi höfund- ar: Dómar í vátryggingamálum 1955—1971 og Dómar í skaðabótamálum 1965—1972. Allir vita, hve seinlegt getur verið að leita í Hæstaréttardómum, þótt það sé nauðsynlegt fyrir þá, sem við lögfræðilega iðkun fást. Dóma- skrár þær, sem höfundur hefur tekið saman, munu létta mörgum þá vinnu og spara mikinn tíma. Hér verður ekki fjallað um bókina efnislega, en form hennar og uppsetning er mjög aðgengileg. Henni fylgja efnisyfirlit og skrár, m.a. atriðisorðaskrá. Hverju dómságripi fylgir heiti skips eða hæstaréttarmálsins, en þá nýbreytni tók höfundur upp í Dómum í skaðabótamálum. Tel ég þetta mjög heppilegt, og er þetta alsiða, þar sem dómar eru mest notaðir sem réttarheimildir. Nokkrir erfiðleikar hafa verið á útgáfu lögfræðirita, síðan bókaútgáfan Hlað- búð dró saman seglin á því sviði. Hlutur Lögmannafélags íslands í þessari útgáfu er því mjög lofsverður, en vart er unnt að leyna þeirri ósk, að það og önnur samtök lögfræðinga stofnuðu öflugt útgáfufyrirtæki samsvarandi Jur- istforbundets Forlag í Danmörku. . Ragnhildur Helgadóttir HéraSsdómslögmaSur Reykjavík Stigahlíð 73. Sími 35330 Sigurður Georgsson Málflutningsskrifstofa Laufásvegi 25. Sími 22120. Lögfræðiskrifstofa Jón Ingólfsson og Jón G. Zoega Garðastræti 3. Sími 11252 og 27105 Innheimta Tímarits lögfræðinga verður nú framkvæmd með gíróseðlum. Vonast er eftir að áskrifendur bregðist fljótt og vel við að senda greiðslu. Þeim, sem sent er ritið en vilja ekki vera áskrifendur, eru vinsamlega beðnir að senda það til baka. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.