Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 28
braut en verið hefur um langt skeið. Þess má geta, að jafnaðarlega er veitt náðun eftir að tekinn hefur verið út helmingur hins dæmda refsitíma, ef um fyrsta brot er að ræða, ella er náðun veitt síðar á refsi- tímanum. 1 14. gr. 1. nr. 38/1973 um fangelsi og vinnuhæli var sett það nýmæli, að starfrækja skuli sérstaka stofnun til þess að annast umsjón og eftirlit með þeim, sem frestað er ákæni gegn, dæmdir eru skilorðsbundið eða leystir úr fangelsi með skilyrðum. Skal stofnunin í starfi sínu hafa samvinnu við félagsmálastofnanir, eftir því sem við á. Stofnun þessi tók formlega til starfa 1. des. 1974, eftir að sett hafði verið reglugerð um stjórn hennar og stai’fsemi. Stofnunin nefn- ist Skilorðseftirlit ríkisins. Á undanförnum árum hafa tveir einka- aðilar annazt þessi verkefni. Óskar Clausen rithöfundur hefur unnið markvert starf við eftirlit með þeim, sem ákæru hefur verið frestað gegn, og Félagasamtökin Vernd hafa sömuleiðis unnið gagnmerkt starf við eftirlit með þeim, sem veitt hefur verið skilorðsbundin náð- un eða reynslulausn. Eftirlit utan fangelsa hefur víðast hvar færzt yfir á ríkið að fullu, og einkaaðilar, er annazt hafa eftirlitið, eru að hverfa úr sögunni. Stefnt er að því víða að auka hlut sekta og láta þær í auknum mæli koma í stað refsivistar, einkum þegar um fjármunabrot er að ræða og tjón er ekki stórfellt. Er augljós hagur af þeim fyrir ríkið fjár- hagslega. Sektir geta oft veitt nægilegt aðhald og varnað, ef þær eru það háar, að þær komi eitthvað við fjárhag manns. Hins vegar hafa sektir ætíð þann agnúa, að þeim hættir til að koma harðar niður á hinum efnaminni. Fyrir það ætti þó að vera girt með gildandi reglu um, að hliðsjón skuli höfð af efnahag sakbornings, þegar sektir eru ákveðnar. Reglan er þó afar erfið í framkvæmd. Óviðunandi er hins vegar, að það geti farið eftir efnahag manns, hvort hann þarf að taka út vararefsingu sektar, ef hún er ekki greidd. Því hefur það komið til tals að afnema vararefsingu sektar. Hætt er þó við, að eitthvað yrði þá að koma í staðinn, t.d. frádráttur af launum eða einhvers konar þegnskylduvinna. í Svíþjóð og fleiri löndum hefur verið lögfest athyglisverð millilausn. Ekki er ákveðin vararefsing í dómi, en ef sekt fæst ekki greidd sjálfviljugléga né með nauðungarinnheimtu, má bera málið undir dómstól, sem kannar ástæður og getur eftir atvikum ákveðið, að dómþoli sæti refsivist með eða án skilorðs. Aukið svigrúm dómara til mats og ákvörðunar hefur einkennt rétt- arþróunina hin síðari ár. Afnumin hafa verið mörg skyldubundin (obligatorisk) ákvæði, t.d. um eignaupptöku, og ákvörðun um hana lögð í hendur dómara. Litlu hefur þó þokað um þetta atriði í íslenzk- 74

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.