Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 30
eins mikil og a.m.k. almennari varnaðaráhrif en skaðabætur geta haft í slíkum dæmum. Þessu tengist auðvitað spurningin um vernd tjón- þola. Sé um afbrot að ræða, er varðar sektum, hefur sú lausn verið orðuð að leggja sektir í sameiginlegan bótasjóð, er síðan greiði tjón- þolum eftir ákveðnum reglum. Ýmsar aðrar hugmyndir hafa verið ræddar til verndar þeim, sem misgert er við. Jafnframt má leggja áherzlu á auknar afbrotavarnir af hálfu einstaklinganna sjálfra. Mörg þeirra húsa og íbúða, sem stolið er úr, eru skilin eftir opin og mann- laus, bifreiðar eru skildar eftir opnar og jafnvel með lykil í kveikju- lásnum o. s. frv. Á kæruleysi af þessu tagi að hafa áhrif á rétt tjón- þola? Ekki verður reynt að svara þeirri spurningu hér. Þegar um er að ræða brot, er hafa fyrst og fremst ófjárhagslegt tjón í för með sér, er aðstaðan talsvert önnur. Má þar nefna brot gegn friðhelgi einkalífs, ærumeiðingar, brot gegn höfundarrétti eða vörumerkjarétti, skírlífisbrot o.fl. Tjónvaldar eru oft fjársterkir aðil- ar, svo sem fyrirtæki, stéttarfélög, dagblöð eða aðrir fjölmiðlar. Hér hefur reynslan sýnt, að bótareglur eru of takmarkaðar. Bótaréttur er oftast bundinn því, að um refsivert brot sé að ræða, og hefur það stundum leitt til óeðlilegrar niðurstöðu, þegar af gáleysi hefur verið raskað friðhelgi einkalífs og brotið er því aðeins refsivert, að það sé ásetningsbrot. I slíku dæmi skortir bótaheimild. VII. Afbrotahugtakið. I grein þessari hefur aðallega verið fjallað um þróun viðurlaga- kerfisins, einkum að því er varðar refsivist og aðrar tegundir frjáls- ræðissviptingar, og reynt að gefa hugmynd um nokkur þau vanda- mál, sem nú eru á dagskrá víða um lönd. Ekki verður þó skilið svo við þetta efni, að ekki sé drepið stuttlega á annað meginsvið refsi- löggjafarinnar og helztu þróunarmörk þess. Hér er átt við afbrota- hugtakið. Afbrot er afstætt hugtak, sem fer eftir því, hvað lög- gjafi hvers lands ákveður á hverjum tíma, hvaða háttsemi skuli af- brot talin. Allmikill munur getur því orðið á því milli landa, hver af- brotin eru. Þess ber þó að gæta, að á seinni árum tíðkast æ nánari samvinna á tilteknum menningarsvæðum eða á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið unnið að þessum verkefnum hér á Norðurlöndum, ög hefur verulega þokað í átt til lögeiningar á þessu sviði. Það er og einkenni löggjafarstarfs nú á dögum, að miklu meira er gert að því en áður að kanna refsiþörfina, áður en í lagasetningu er ráðizt. Er þá umfram allt reynt að komast fyrir um það, hvort háttsemi sé skaðleg fyrir aðra einstaklinga eða þjóðfélagið og þá að hvaða marki. 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.