Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Side 25
refsingu.1) Hins vegar hefur lengi verið gert ráð fyrir sérstöku fang- elsi eða fangelsisdeild fyrir þá, sem dæmdir eru í fangelsi innan 22 ára aldurs, sbr. 43. gr. alm. hgl. Vísi að framkvæmd þessa ákvæðis má finna, þar sem er hælið að Kvíabryggju, sem er opin stofnun. Skv. núgildandi lögum um fangelsi og vinnuhæli nr. 38/1973 skal reka unglingavinnuhæli fyrir allt að 25 fanga, og skal þar fullnægja fang- elsisrefsingum þeii’ra, sem við dómsuppsögn hafa eigi náð 22 ára aldri, sbr. 5. gr. Ákvæði þetta er undanþægt fyrir dómsmálaráðherra. En hver er þá staðan eftir þær breytingar, sem orðið hafa á undan- förnum árum? Eðlilegt er, að nokkurs vonleysis hafi orðið vart, vegna þess hve miklar vonir voru bundnar við hina sérfræðilegu meðhöndl- un og sundurgreiningu fanga eftir persónulegum högum og einkenn- um. Hefur þá ekkert áunnizt? Þótt hin svokallaða meðferðarstefna hafi ekki náð megintilgangi sínum, er þó ekki þar með sagt, að sérfræðileg meðferð og aðstoð sé gagnslaus. Þvert á móti. 1 fyrsta lagi kann læknis- og sálfræðiaðstoð svo og ýmiss konar fræðsla og starfsmenntun að hafa uppbyggjandi áhrif á suma fanga, þótt það eigi kannski ekki við um allan þorrann. Og þótt þessi úrræði dragi ekki úr aðlögunarörðugleikum fanga, geta þau engu að síður gert föngum vistina léttbærari og þannig dregið nokkuð úr því andlega fargi, sem ófrelsinu fylgir. I íslenzku fang- elsislögunum frá 1973 er nýtt ákvæði í 12. gr. þess efnis, að við hverja stofnun þar sem afplánun fangelsisrefsingar fer fram, skuli starfa, eftir því sem tök eru á, sérlært starfslið, svo sem geðlæknir, sálfræð- ingur, félagsráðgjafi og prestur. Nokkurrar læknisþjónustu hefur notið á Litla-Hrauni um langt skeið, og í nokkur ár hefur starfað fangaprestur, sem innt hefur af hendi mikilsvert sálgæzlustarf, sem m.a. er fólgið í reglulegum heimsóknum og viðtölum við fanga, ýmiss konar aðstoð við þá og útvegun efnis til fræðslu og dægrastyttingar. Og nú nýverið er hafin nokkur sálfræðiþjónusta í samræmi við fyrr- nefnt lagaákvæði. Um menntun fanga eru ákvæði í hegningarlögun- um frá 1940, 36. og 43. gr., svo og í reglugerðum um fangavist, sbr. rgj. nr. 150/1968 og 260/1957. Einkum skal leggja rækt við mennt- un hinna yngri fanga. Ekkert af þessum ákvæðum hefur komizt í l) Með bráðabirgðalögum nr. 122/1941 var settur á stofn sérstakur ungmennadóm- ur til að daema mál út af lögbrotum og öðru misferli imgmenna innan 20 ára ald- urs. Lög þessi voru staðfest með 1. nr. 62/1942, þó þannig að ungmennadómur dæmdi einungis mál þeirra, sem brotlegir urðu fyrir 18 ára aldur. Að öðru leyti virðast áfram hafa gilt almennar réttarsfarsreglur um meðferð þessara mála. Dómur þessi starfaði stutt og var endanlega lagður niður með 1. nr. 29/1947, um vernd barna og ungmenna. 71

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.