Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 11
Jafnframt umsvifamiklu lögmannsstarfi kappkostaði Theodór að fylgjast vel með í fræðigrein sinni og auka við fræðilega þekkingu sína. M. a. fór hann tii framhaldsnáms í Danmörku, Noregi og Þýskalandi 1926—1927 og lagði þar sérstaka stund á að kynna sér réttarfar í einkamálum. Héldust í hendur hjá Theodór traust fræðileg lagaþekking og geysimikil hagnýt reynsla, sem hann hlaut í löngu málflutningsstarfi. Árið 1941 var Theodór ráðinn til aukakennarastarfs við lagadeiid Háskól- ans. Hafði ákvæðum háskólareglugerðar um nám í lagadeild verið breytt í veigamiklum atriðum árið 1936, og var ein þeirra breytinga sú, að teknar voru upp æfingar í úrlausn raunhæfra verkefna. Varð þetta sjálfstæð kennslu- og prófgrein. Fékk Theodór það verkefni að leiðbeina laganemum við æfinga.rn- ar, þegar þetta nýmæli kom til framkvæmda. Það var tvímælalaust hyggileg ráðstöfun að fela kennsluna manni úr stétt starfandi lögmanna, því að hann hiaut vegna starfs síns öðrum fremur að hafa tiltæk viðfangsefni, sem rætur áttu í raunsönnum tilvikum í lögskiptum manna, en það var sérstaklega brýnt, ef kennsla í þessari grein átti að verða lifandi og ná tilgangi sínum. Hitt var svo vitaskuld ekki síður mikils um vert, að til kennslunnar fékkst maður með jafn víðtæka þekingu og starfsreynsiu og Theodór. Varð það hlutskipti Theo- dórs að leggja grundvöllinn að kennslu í þessari mjög svo mikilsverðu grein laganáms og móta hana. Hygg ég, að ekki verði um það deilt, að það hlut- verk hafi hann leyst af hendi vel og farsællega. Kenndi hann þessa náms- grein allan starfstíma sinn við lagadeild, einnig eftir að hann var skipaður prófessor. Við stofnun Háskóla íslands höfðu prófessorsembætti í lögfræði verið ákveðin þrjú, og varð eigi breyting á því fyrr en með lögum nr. 85/1953, að þeim var fjölgað um eitt. Theodór sótti um hið nýja prófessorsstarf, og var honum veitt það frá 1. júní 1954. Samsumars lét hann af lögmannsstarfinu, sem hann hafði gegnt svo lengi með ágætum. Fyrsta kennsluár Theodórs sem prófessors voru kennslugreinar hans samn- ingaréttur og skaðabótaréttur, auk æfinga í úrlausn raunhæfra verkefna. Theodór hafði lengi haft mikinn áhuga á skaðabótarétti og sinnt honum mikið í lögmannsstarfi, m. a. vegna ráðgjafar- og málflutningsstarfa sinna fyrir eitt af stærstu vátryggingarfélögum landsins. Hann hafði einnig ritað fræðilega um skaðabótarétt. Enn fremur má á það minna hér, að hann hafði verið feng- inn til þess að flytja framsöguerindi á norrænu lögfræðingaþingi 1954 um hið áhugaverða umræðuefni: Börns erstatningsansvar udenfor kontraktsforhold. Vöktu þær hugmyndir, sem hann þá setti fram til umræðu í ritgerð sinni og framsöguerindi, verulega athygli, þótt ekki yrðu allir á þær sáttir. Þegar á öðru kennsluári Theodórs sem prófessors urðu breytingar á starfs- skiptingu kennara lagadeildar, og tók hann þá að sér kennslu í réttarfari, en lét af kennslu í fjármunaréttargreinum. Var réttarfar aðalkennslugrein hans þaðan í frá, uns hann lét af prófessorsstarfi fyrir aldurs sakir 1. september 1969. í kennslustarfi var Theodór ágætlega látinn af nemendum sínum. i afmælis- kveðju þeirra til hans í Úlfljóti, er hann varð sextugur, var tekið svo til orða, að hann væri vinsæll meðal lagastúdenta, væri léttur í lund og gamansamur og ætíð reiðubúinn að leysa vanda nemenda sinna, er til hans væri leitað. Mun ekkert af þessu hafa verið ofmælt. 57

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.