Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 19
unarhúsvinna, einfalt fangelsi, fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, fangelsi við vatn og brauð og ríkisfangelsi. Eftir því sem öll aðbúð hefur verið bætt í fangelsum og viðhorf gagn- vart þeim hafa breytzt hefur dregið úr þýðingu varðhalds sem sjálf- stæðrar refsitegundar. Má ætla, að hún hverfi úr lögum fyrr eða síð- ar. Hefur það þegar verið afnumið í sænskum rétti. 1 stað fyrri fjölbreytni refsitegunda hefur í seinni tíð verið gefinn kostur á nýjum og frjálslegri afplánunarháttum, m.a. með meira eða minna opnum fangelsisstofnunum og lausn úr refsivist með skilyrð- um. Einnig eru komnar til skjalanna á síðari ái’atugum ný viðurlög, sem eiga að koma í stað refsinga, svo sem skilorðsbundnir dómar, sem einkum er beitt við unga brotamenn og þá, sem brjóta af sér í fyrsta skipti, öryggisgæzla, sem andlega vanheilir brotamenn eru látn- ir sæta, ef af þeim þykir stafa hætta, sérstakar öryggisráðstafanir sem ætlaðar eru síbrotamönnum, og hælisvistun fyrir drykkjusjúka afbrotamenn. III. Tillit til sérþarfa og markmið refsinga. Allt fram á miðja 19. öld var lítið tillit til þess tekið, hvernig hátt- að var persónulegum högum og andlegu ástandi sakborninga. Leiðar- ljós dómstóla var afbrotið og sú refsing, sem var talin í sem beztu samræmi við brotið. Yfirlýst markmið refsingar var kannski umfram allt það að vera öðrum til varnaðar, en jafnframt gætti endurgjalds- og hefndarsjónarmiða, eins og á öllum tímum. Slík sjónarmið hafa ekki verið upprætt og verða það tæpast, þótt þau séu nú sett í fág- aðri búning að því leyti sem þau eru viðurkennd af hálfu þjóðfélags- ins. Að sjálfsögðu gætti og þess viðhorfs, að refsing ætti að vera sak- borningi sjálfum til varnaðar í framtíðinni og jafnvel til betrunar. Þegar kom fram á síðari hluta 19. aldar, vöknuðu nýjar hræringar úti í álfu. Vísindamenn tóku að gera rannsóknir á afbrotamönnum í ljósi náttúruvísindalegra aðferða. Þótt margt í þeirri viðleitni hafi nú lítið fræðilégt gildi sem könnun á orsökum afbrota, varð hún til góðs að öðru leyti. Afbrotamaðurinn var dreginn fram á sjónarsvið- ið sem einstaklingur. Hann varð aðalviðfangsefnið í stað afbrotsins áður. Stefnubreyting þessi hafði að mörgu leyti heillavænleg áhrif á þróun refsiréttar á síðari hluta aldarinnar og fyrstu áratugum 20. aldar. Vakin var nú athygli á einstaklingseinkennum og sérþörfum hvers brotamanns og bent á nauðsyn þess að taka hæfilegt tillit til þeirra, ef árangur ætti að nást í þeirri viðleitni að bæta hina brot- légu og laga þá að umhverfi sínu og þörfum þjóðfélagsins. Tekin var 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.