Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 38
Prófessor Henry J. Abraham frá University of Virginia flutti fyrirlestur í boði lagadeildar og Lögfræðingafélags islands 4. mars og nefndist fyrirlesturinn „Court Reform". 8. Norrænir gestir í Lögbergi Svo sem kunnugt er, var 27. norræna lögfræðingaþingið haldið í Reykjavik 20.—22. ágúst 1975. Lagadeild og Lagastofnun Háskóla íslands buðu pró- fessorum þeim, er komu til þingsins frá hinum norðurlöndunum, til hádeigs- verðar í Lögbergi síðasta mótsdaginn í því skyni að efla kynni norrænna laga- kennara. Má vænta, að af þessari heimsókn leiði nánara samstarf kennara i lagadeild og starfsbræðra þeirra í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Á meðan lögfræðingaþingið stóð yfir, var efnt til bókasýningar í safndeild- inni í Lögbergi, og komu þangað allmargir norrænir gestir. Páll Skúlason bókavörður setti sýninguna upp. 9. Embættispróf 1975 Eftirtaldir stúdentar luku embættisprófi í lögfræði 1975: Eldri reglugerð Janúar. Hlöðver Kjartansson og Þórður Ólafsson. Maí. Björn J. Arnviðarson, Einar S. Ingólfsson, Finnbogi H. Alexandersson, Guðmundur S. Alfreðsson, Júlíus B. Georgsson, Ríkarður Másson og Sveinn Sveinsson. September. Magnús Þórðarson, Stefán Skarphéðinsson, Valgarður Sig- urðsson og Þorsteinn Eggertsson. Yngri reglugerð Maí. Bjarni Ásgeirsson, Eiríkur Tómasson, Gestur Jónsson, Hallgrímur B. Geirsson, Ingibjörg K. Benediktsdóttir, Ingibjörg Þ. Rafnar, Jón Kr. Sólnes, Kristinn Björnsson, Ólöf Pétursdótir, Sigmundur Stefánsson, Sigurgeir A. Jónsson, Steinþór Haraldsson, Þórður S. Gunnarsson, Þórunn Wathne og Örlygur Þórðarson. September. Benedikt Ólafsson, Guðmundur Sophusson og Ragnar H. Hall. Alls er þetta 31 lögfræðingur. 10. Innritun nýstúdenta Við talningu 12. september kom fram, að þá höfðu 76 stúdentar verið skráðir til náms í fyrsta sinn í lagadeild. Búast má við, að þessi taia hækki, því að stúdentum hefur verið heimilað að fara milli deilda, þótt innritunar- frestur sé úti, og hefur heldur fjölgað í lagadeild undanfarin ár, þegar liðið hefur á haust. . .... „... Arnljotur B;ornsson NÁMSKEIÐ í BRESKUM OG BANDARÍSKUM RÉTTI Bandarískur lagaprófessor, George Thompson frá Western New England College, kom til kennslu í lagadeild í haust. Nýtur hann til þess styrks frá Fulbrightstofnuninni. Thompson sér um námskeið í breskum og bandarískum 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.