Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 36
Frá
La adeild
lláskólans
DEILDARFRÉTTIR
1. Nýskipan laganáms
í síðasta tbl. var skýrt frá upphafi 5. og síðasta námsárs fyrsta stúdenta-
hópsins, er stundar laganám eftir reglugerðarákvæðum, sem tóku gildi með
auglýsingu nr. 81/1970. Einnig var í stórum dráttum skýrt frá kjörgreinum á
síðasta námsári, svo og námi og prófum í bundnum kjörgreinum. Að loknum
prófum í bundnum kjörgreinum hófust stúdentar á 5. ári handa um nám í
aðalkjörgrein. Nám í henni er almennt fólgið í því að semja eina alllanga rit-
gerð undir handleiðslu kennara, sem jafnframt er umsjónarkennari stúdents.
Hver stúdent velur sér viðfangsefni I grein, er hann hefur áður lagt stund á í
lagadeild. Einkunn fyrir ritgerð hefur tvöfalt gildi á embættisprófi. Alls luku
15 stúdentar ritgerð í aðalkjörgrein I maí 1975 og útskrifuðust sem candidati
juris í júnímánuði. Verður nú gefið yfirlit yfir námsgreinar, er þessir 15 stúd-
entar völdu sem aðalkjörgrein. í svigum er fjöldi stúdenta í hverri grein:
Skaðabótaréttur (4), stjórnarfarsréttur (3), skattaréttur (2), refsiréttur (2), eigna-
réttur (2), kröfuréttur, sérstakur hluti (1) og þjóðaréttur (1). Þrír kandidatar
luku prófi eftir yngri reglugerð í september 1975. Prófritgerðir þeirra voru
um efni úr þjóðarétti, félagaréti og höfundarétti.
Segja má, að með brautskráningu þessara kandídata hafi lokið merkum
áfanga í sögu lagadeildar. Fengin er fyrsta reynslan af námi eftir reglugerðar-
ákvæðum, sem líklega fela í sér mestu breytingar er gerðar hafa verið á
námsháttum og kennslutilhögun í lagadeild frá stofnun Háskóla islands. Of
snemmt er að dæma um, að hve miklu leyti þessar breytingar hafa átt rétt á
sér. Flestir munu þó telja það nýmæli til heilla, að fá stúdentum sjálfstætt
verkefni við ritgerðarsmíð.
2. Breytingar á reglugerð
Á deildarfundi 10. mars 1975 var einróma samþykkt tillaga um breytingar
á reglugerðarákvæðum um lagadeild. Hafa þær verið felldar inn í eldri breyt-
ingar sbr. auglýsingu nr. 81/1970 og 9/1971 og birtar í A-deild Stjórnartíð-
inda, sjá auglýsingu nr. 63/1975 um staðfesting forseta islands á breytingu á
reglugerð fyrir Háskóla islands, nr. 76/1958, með áorðnum breytingum. Meg-
inbreytingin, er felst í hinum nýju reglum er sú, að tekinn verður upp eink-
unnastiginn frá 0 til 10 í stað hins gamla ,,skala“ frá —22 til 16. Er stefnt að
því, að sami einkunnastigi gildi í öllum deildum Háskólans. Stúdentum, sem
skráðir eru til náms eftir 1. júlí 1975, skulu gefnar einkunnir eftir hinum nýju
82