Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 39
rétti, sem bæ3i er ætlaS stúdentum og kandidötum i lögfræði. Er þess enn kostur að taka þátt í námskeiðinu, og eru þeir, sem áhuga hafa, beðnir að hafa samband við skrifstofu lagadeildar. Auk Thompsons munu nokkrir ís- lendingar kenna á námskeiðinu, m. a. dr. Ármann Snævarr, dr. Gunnar G. Schram, Guðrún Erlendsdóttir og undirritaður, sem er umsjónarkennari. í upphafi verður lögð áhersla á sögulega þróun, réttarheimildir og skýringu þeirra og lögð til grundvallar bókin LAW AND THE LEGAL SYSTEM eftir S. Mermin, sem er til sölu í Bóksölu stúdenta. Síðan verður fjallað stuttlega um nokkur meginsvið réttarins með megináherslu á bandarískum rétti: samninga, skaðabótarétt, dómstóla og réttarfar, sifjarétt og refsirétt. Kennslan fer fram á ensku. Hún verður í Lögbergi, stofu L 402, kl. 5—7 á mánudögum og mið- vikudögum og stendur sennllega fram í desember. Jónatan Þórmundsson KÖNNUN Á GJALDÞROTAMÁLUM Á árunum 1960—1974 voru kveðnir upp 1318 gjaldþrotaúrskurðir hér á landi, þar af 1120 (85%) í Reykjavík. Þrotabúunum má skipta þannig: Einstaklingar (908 karlar, 94 konur) 1002 Hlutafélög .............................. 284 Samvinnufélög 10 Sameignarfélög 20 Menningarfélag 1 Dánarbú . . . .___1 Alls 1318 Ólokið er skiptum í 205 þessara búa. Skipti hafa verið felld niður í 54 búum vegna þess að kröfur hafa verið greiddar eða afturkallaðar. Það vekur athygli, að í 897 búum lauk skiptum án þess að eignir kæmu fram. Er þetta 81% af búum, sem úrskurðuð voru gjaldþrota 1960—1974 og lokið er meðferð á. Út- hlutun eigna til kröfuhafa hefur farið fram í 159 búum, en í 3 búum lauk skipta- meðferð með nauðasamningi. í sumum af eignalausu búunum þótti Ijóst frá upphafi, að þýðingarlaust væri að lýsa eftir kröfum, svo að það var aldrei gert. Hins vegar var gefin út innköllun til skuldheimtumanna í 562 eignalausum bú- um. Kröfur, sem þá var lýst, hafa verið færðar til verðlags 1974 og kom þá þetta fram: Kröfur undir 100.000 kr............ 84 bú 100.000—1.000.000 kr............... 341 — Yfir 1.000.000 kr.................... 128 — Óuppiýst 9 — 562 bú (eignalaus) í 37 búum greiddust að fullu framkomnar forgangskröfur (veðkröfur, skatta- kröfur, launakröfur o. fl.), en í flestum (27 búum) minna en 25% af öðrum kröfum. í 121 búi greiddist ekkert upp í almennar kröfur, en eitthvað upp í forgangskröfur. í 55 þeirra greiddist minna en 25% af forgangskröfunum, en í aðeins 12 búum meira en 75% af þeim. 85

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.