Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 8
ritagerð og leiklist, en leikdómar Sigurðar Grimssonar hafa að bestu manna yfirsýn, leitt í Ijós mikla smekkvísi hans og þekkingu í leiklistarmálum. Þannig átti Sigurður Grímsson marga strengi á sinni listalíru. tögfræðin er sannarlega merkileg vísindagrein. En það eru vissulega margar listgreinar, sem eiga þess góðan kost að dafna og láta Ijós sín skína við hlið lögfræðinnar. Það þarf ekki lengi að leita í persónusögunni ís- lensku til þess að finna þess mörg og óræk dæmi, sem þó ekki verða nefnd hér. En Sigurður Grímsson var einn af þeim mönnum, er höfðu marga strengi á sinni lista- og lærdómslíru. Þeir, sem hafa kynnst honum, munu ekki gleyma honum. Hann var aðlaðandi í meira mæli en flestir aðrir menn. Svipmót hans mótaðist af glaðværð og hispursleysi. Þeir, sem farið hafa um Austurstræti eftir fráfall Sigurðar, lita í kringum sig og horfa. Þá vantar eitthvað. Þá vantar glaðlega, glæsilega göngumanninn með flaksandi káp- una, manninn með fjör og líf í hverri hreyfingu. — Þá vantar Sigurð Grímsson. En eftir lifir þó einn af skólabræðrum hans og vinum, sem vissulega hefir sett sinn varanlega blæ á Austurstræti, en það er Ijóðsnillingurinn mikli, Tómas Guðmundsson lögfræðingur. Stefán Jóh. Stefánsson. THEODÓR B. LÍNDAL Hinn 2. febrúar þ. á. andaðist hér í borg Theodór B. Líndal prófessor. Hann var fæddur í Reykjavík 5. desember 1898. Foreldrar hans voru Sigríður Metúsalemsdóttir Magnússonar bónda að Arnarvatni í Mývatnssveit og Björn yfirdómslögmaður og útgerðarmaður Jóhann- esson Líndal, bónda á Sporði í Línakradal. Theodór var því af góðu bergi brotinn i báðar ættir. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 1919 og cand. juris frá Há- skóla islands 16. júní 1923 með 1. einkunn 1371/3 st. Árin 1926—1927 stundaði hann fram- haldsnám í réttarfarslöggjöf í Danmörku, Nor- egi og Þýskalandi, en sú grein lögfræði varð hans aðalkennslugrein við Háskólann. Árið 1921, eða á 2. námsári hans í lagadeild, réðst hann til starfa á lögmannsskrifstofu Lárusar Fjeldsted hæstaréttarlögmanns hér í borg og var i því starfi til 1. júlí 1923, er hann, að loknu lagaprófi, gerð- ist félagi Lárusar og síðar sonar hans Ágústar hæstaréttarlögmanns um hina vel þekktu skrifstofu þeirra. Ráku þeir skrifstofuna saman til 1. júlí 1954, að Theodór tók við prófessorsstörfum við lagadeild Háskóla islands, en kennslu við lögfræðideild hafði hann stundað með málflutningsstörfum frá árinu 1941. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.