Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 40
Meginatriði þessara upplýsinga má segja að sé eftirfarandi: Á íslandi eru kveðnir upp óvenju margir gjaldþrotaúrskurðir, sé mið tekið af öðrum Norð- urlöndum. Sérstaklega á þetta þó við um Reykjavík og jafnvel önnur lögsagn- arumdæmi í nágrenni hennar. Þá lýkur óvenju mörgum gjaldþrotaskiptum þannig, að engar eignir koma fram. Og loks er rétt að vekja athygli á því, hve lítið fæst upp í almennar kröfur í þeim fáu tilvikum, að eignir reynast vera fyrir hendi. Virðist fremur hafa sigið á ógæfuhliðina í þeim efnum á síðari árum. Upplýsingar þessar eru fengnar úr skýrslum, sem Eiríkur Tómasson lög- fræðingur gerði í sumar fyrir Lagastofnun Háskóla íslands. Lagði hann þær fram á fundi, sem lagastofnunin hélt 28. ágúst s.l. í Lögbergi, húsi lagadeildar. Fundinn sóttu lagakennarar, dómarar í skiptaréttunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík og starfsmenn úr dómsmálaráðuneytinu, Gjaldheimt- unni í Reykjavík og verslunarráðinu. Þór Vilhjálmsson prófessor, forstöðu- maður lagastofnunarinnar, skýrði frá undirbúningi nýrrar löggjafar um gjald- þrotaskipti, en skýrslugerð Eiriks Tómassonar mun verða notuð við þann undirbúning. Unnsteinn Beck borgarfógeti í Reykjavík lagði fram skýrslur um fjölda gjaldþrotabeiðna, sem eru mun fleiri en uppkveðnir úrskurðir. Meðal annarra, sem tóku þátt í umræðum, voru Már Pétursson héraðsdómari í Hafn- arfirði, Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri og Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari í Hafnarfirði. Þór Vilhjálmsson gat þess, að frek- ari umræður um þessi mál myndu væntanlega fara fram á næstunni, m. a. á vegum Lögmannafélags Islands, (Frétt frá Lagastofnun Háskóla islands 1. sept. 1975.) LÖGMENN ATHUGIÐ! Á þessum síðustu og beztu tímum er hraðinn fyrir öllu. OFFSET-FJÖLRITUN ryður sér æ meira til rúms vegna fljótrar afgreiðslu og vinnugæða. GRETTISGÖTU 2 • SÍMI 23857 • REYKJAVlK 86

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.