Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 24
ótímabundna refsidóma. Þar er aftur á móti ákvæði um ótímabundnar
öryggisráðstafanir gegn síbrotamönnum, sbr. 67. gr. alm. hgl. Sam-
bærilegt ákvæði hefur ekki gefizt vel í nágrannalöndunum og hefur
nú víða verið endurskoðað, t.d. í Danmörku. Þar verður slíkum ráð-
stöfunum nú aðeins beitt í tilefni tiltekinna alvarlegra afbrota og
þegar jafnframt þykir stafa yfirvofandi hætta af hinum brotlega
fyrir líf og limi eða frelsi annarra. Ákvæðinu hefur ekki verið beitt
hér á landi, en það hefur ekki sætt endurskoðun enn sem komið er.
Annað ákvæði er í íslenzkum lögum um ótímabundna vistun, þ.e. ör-
yggisgæzla, sbr. 62. gr. alm. hgl. Þar hagar öðruvísi til en um örygg-
isráðstafanir þær, er áður var lýst. Hér eru það brotamenn, sem geð-
veikir eru eða fávitar og því taldir ósakhæfir, eða haldnir öðrum and-
legum annmörkum í þeim mæli, að refsing þyki ekki bera árangur.
Ætíð er það þá skilyrði hælisvistunar, að hún þyki nauðsynleg vegna
réttaröryggis. öryggisgæzla er sjaldan dæmd, og í þeim tilvikum hef-
ur dómþolum ekki verið haldið lengur í gæzlu en óhjákvæmilegt hef-
ur þótt vegna yfirvofandi háska. Eru aðeins örfá dæmi um langa vist-
un af þessu tagi hér á landi. Loks er heimild til hálftímabundinnar
hælisvistunar manna, sem framið hafa brot undir áhrifum áfengis og
geta ekki haft hemil á drykkjufýsn sinni, sbr. 65. gr. alm. hgl. Skal
dómur hljóða um dvöl á hæli allt að 18 mánuðum, eða ef ítrekun á sér
stað, allt að 3 árum. Er mér aðeins kunnugt um einn dóm skv. þessari
heimild frá árinu 1944. Sakborningur hafði 227 sinnum sætt sektum
fyrir ölvun á almannafæri á árabilinu 1920—1943. 1 tilefni af enn einu
slíku broti og fyrir aðstoð við fanga til stroks var síðan ákveðið í
dómi, að sakborningur skyldi að hinni ídæmdu refsingu afstaðinni (3
mán. fangelsi), lagður á drykkjumannahæli til lækningar í allt að 18
mánuði. Hliðstætt ákvæði hefur vei'ið afnumið í Danmörku, enda er
mun heppilegi’a að koma slíkri hælisvistun við sem skilyrði í tengsjum
við skilorðsbundinn dóm, reynslulausn eða náðun eða á grundvelli eig-
in samþykkis.
V. Hefur eitthvað áunnizt?
Af því sem á undan er sagt, er ljóst, að algjör straumhvörf hafa
orðið í nágrannalöndunum varðandi hinar svokölluðu sérráðstafanir.
Voru flest slík úrræði úr lögum numin í Danmörku 1973 og í Noregi
1965 og 1974. Sum þessara úrræða voru aldrei tekin í íslenzk lög í
sömu mynd og í þessum löndum. Einnig hafa sömu réttarfarsreglur
gilt um mál ungmenna sem annarra, og þau hafa hlotið tímabundna
refsivist, ef á annað borð hefur þótt nauðsynlegt að ákvarða þeim
70