Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 37
reglum. Þeim, sem fyrr eru skráðir, skulu gefnar einkunnir eftir eldri reglum. Munu því llða nokkur ár, þar til gamli stiginn verður úr sögunni. Aðrar breyt- ingar voru ekki verulegar, en lágmarkseinkunnum var breytt nokkuð og gerðar voru ýmsar smálagfæringar í samræmi við fengna reynslu af reglugerðar- ákvæðunum frá 1970, t. d. voru ákvæði um val stúdenta á kjörgreinum og umsjónarkennara gerð fyllri. 3. Nýr prófessor Stefán Már Stefánsson borgardómari var settur prófessor í lagadeild um eins árs skeið frá 1. september 1975 í stað Þórs Vilhjálmssonar, sem hefur leyfi frá kennslu- og stjórnunarstörfum þennan tíma. 4. Lagastofnun Háskóla íslands Ársfundur Lagastofnunar Háskóla íslands var haldinn 24. febrúar 1975. Fundinn sóttu prófessorar, dósent, aðjúnkt, bókavörður lagadeildar og fulltrúi stúdenta. Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor sat fundinn og ræddi ýmis málefni Háskólans. Stofnunin hefur dálítið fé til þess að standa straum af kostnaði við rannsóknir (þ. á m. bókakaup til safndeildarinnar í Lögbergi) og var fjárhagsáætlun stofnunarinnar samþykkt á fundinum. Auk þess urðu all- miklar umræður um önnur málefni stofnunarinnar, einkum um bókasafnsmál og húsnæðismál. í sumar (1975) starfaði Eiríkur Tómasson lögfræðingur á vegum Lagastofn- unar Háskóla Islands að skýrslugerð um gjaldþrotaskipti frá 1960. Hinn 28. ágúst hélt stofnunin fund í Lögbergi, þar sem kynntar voru helstu niðurstöður skýrslugerðarinnar. 5. Námskeið í Evrópurétti Námskeið í Evrópurétti var haldið í lagadeild 24.—28. febrúar 1975. Kenn- arar voru Marc-André Eissen aðalritari Mannréttindadómstóls Evrópu, Þór Vilhjálmsson prófessor og dr. Gaukur Jörundsson prófessor. Prófessor Þór Vilhjálmsson hafði umsjón með námskeiðinu. Á námskeiðinu var fjallað um íslenskar réttarfarsreglur og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Þátttaka var mjög góð, því að samtals 49 stúdentar tóku þátt í námskeiðinu. Þetta er í annað sinn, sem lagadeild heldur námskeið í Evrópurétti. Hið fyrra námskeið var haldið í október 1973, en þá var fjallað um rétt Efnahags- bandalags Evrópu (EBE), sjá frétt í Tímariti lögfræðinga 1973, 4. tbl., bls. 31. 6. Námskeið í breskum og bandarískum rétti Lagadeild efnir til kennslu í breskum og bandarískum rétti sem sérstakri kjörgrein (skv. 48. gr. reglugerðar háskólans) á haustmisseri 1975. Aðalkenn- ari í greininni verður gistiprófessorinn George Thompson frá Western New England College í Bandaríkjunum. Nánar er getið um námskeið þetta á öðr- um stað í þessu tbl. 7. Erlendir fyrirlesarar Marc-André Eissen aðalritari Mannréttindadómstóls Evrópu héit opinberan fyrirlestur í boði lagadeildar 27. febrúar 1975 og nefndist hann: ,,The Judg- ments of the European Court of Human Rights“. Áheyrendur voru 89 talsins, flestir úr hópi laganema. 83

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.