Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 20
upp mildari og sveigjanlegri refsilöggjöf og dregið úr harðneskju
þeirri og auðmýkingu, sem fylgdi refsivist. Jafnframt voru þá lög-
fest sum þeirra nýju úrræða, sem getið var hér að framan. Sum voru
hugsuð sem uppeldis- og læknisúrræði, svo sem unglingaverndarúr-
ræði barnaverndarlaga, hælisvistun drykkjusjúkra, skilorðsbundnir
dómar. önnur voru fremur öryggisúrræði, svo sem öryggisgæzla og
afkynjun, eða hvort tvéggja eins og ótímabundnar refsingar o.fl. Nú
var það nánast orðið meginmarkmið viðurlaganna að hafa áhrif á
dómfelldan sjálfan, bæði til varnaðar, betrunar og endurhæfingar.
Einnig gætti þess sjónarmiðs, að veita þyrfti samborgurunum vernd
og viðhalda lögbundnu þjóðskipulagi. Algeng úrræði af þessu tagi
voru betrunarstofnanir fyrir unglinga og hæli fyrir drykkjusjúka
brotamenn. Úrræðin voru ekki refsing formlega séð, þar sem um þau
fór ekki eftir þeim reglum, sem um refsingar gilda, svo sem um
ákvörðun refsitíma, náðun, fyrningu, sakhæfi o.fl. Hugsunin var sú,
að meðferð vistmanna færi sem næst því, að um meðferð sjúklinga á
sjúkrahúsi væri að ræða. Gert var þá auðvitað ráð fyrir, að vistmenn
nytu ýmiss konar þjónustu, sem ekki var þá almennt tiltæk í fang-
elsum, menntunaraðstöðu, sálfræði- og læknisþj ónustu og ráðgjafar-
þjónustu, svo að nokkuð sé nefnt.
IV. Endurmat á meðferðarstefnunni.
Sérfræðileg meðhöndlun brotamanna gat bæði farið fram í refsi-
vist og í annars konar vistun, sem var þá aðallega ætluð sérstökum
hópum brotamanna, svo sem áður er nefnt. Þessir hópar voru eink-
um ungmenni, sálsjúkir eða geðveilir brotamenn, ofdrykkjumenn
og síbrotamenn. Seint á l9. öld var farið að beita ótímabundnum refs-
ingum í Bandaríkjunum og víðar. Fljótlega varð þó ljóst, að með því
væri of langt gengið, og var þá víðast gripið til hálftímabundinna
refsinga. Er Danir endurskoðuðu hegningarlög sín 1930, var þar sett
ákvæði eftir enskri fyrirmynd um unglingafangelsi. Lágmarksvistun-
artími var 1 ár, en gat orðið allt að 3 eða 4 árum eftir nánari ákvörðun
fangelsisyfirvalda.
En jafnvel í þessari mynd sættu refsidómarnir harðri gagnrýni.
Þess ber að geta hér, að íslendingar hafa aldrei lögfest ákvæði um
hálftímabundna eða ótímabundna refsidóma, þótt til séu annars kon-
ar viðurlög, sem eru með því marki brennd.
Ókostirnir við dóma af þessu tagi eru einkum þessir:
a) Óvissan um dvalartíma hefur slæm andleg áhrif á fanga og brýt-
ur smám saman niður sálarþrek þeirra.
66