Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 12
Sem samstarfsmaSur í lagadeild var Theodór slíkur, að ég minnist þess ekki, að snurða hiypi nokkru sinni á þráð í löngu samstarfi okkar. Lagði Theo- dór vissulega drjúgan skerf til góðs og ánægjulegs samstarfs innan lagadeild- ar allan þann tíma, sem hann gegndi þar prófessorsstarfi. Theodór samdi ýmis kennslurit í aðalkennslugrein sinni, réttarfari, svo sem ritin Réttarfar I og II, er út komu fjölrituð á árunum 1967—1969. Var þar fjall- að um almenn ákvæði í réttarfarslöggjöf og um meginreglur um meðferð einkamála. Þá gaf hann út í fjölriti ritið Endurskoðun dóma, sem að stofni til var byggt á riti dr. Einars Arnórssonar, Áfrýjun, en með margvíslegum breyt- ingum og viðaukum frá hendi Theodórs. Enn fremur birtust eftir Theodór margar ritgerðir í Tímariti lögfræðinga, sem hann ritstýrði lengi. Af þeim helstu skulu aðeins nefndar hér ritgerðirnar: Um uppboð (1962), Um kæru til Hæstarétar í einkamálum (1966) og Æðsta dómsvald á islandi — Sögudrög (1970). Sem hæstaréttarlögmaður og prófessor var Theodór mjög oft kvaddur til varadómarastarfa í Hæstarétti. Svo mikill var fjöldi þeirra mála, sem hann dæmdi sem varadómari, að líklega mundi jafngilda því, að hann hefði átt sæti í Hæstarétti a. m. k. 2—3 ár. Auk aðalstarfa sinna gegndi Theodór ýmsum trúnaðarstörfum, bæði opin- berum störfum og öðrum. M. a. var hann bæjarfulltrúi í Reykjavík 1928—1930. Hér skal þess sérstaklega getið, að hann var óvenju mikill atkvæðamaður í ýmsum samtökum lögfræðinga. Þannig var hann formaður Málflutningsmanna- félags islands 1935—1939, var um skeið í stjórn Lögfræðingafélags íslands og átti lengi sæti í stjórn Islandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna, þar af formaður 1966—1972. i ritnefnd Tímarits lögfræðinga var hann frá upphafi 1951 til 1953, en tók síðan við ritstjórn þess af dr. Einari Arnórssyni árið 1954 og var eftir það ritstjóri tímaritsins til æviloka, fyrst einn, en síðustu árin ásamt Þór Vilhjálmssyni prófessor. Ritaði Theodór mikið í tímaritið, svo sem áður var sagt. Árin 1967—1974 skipaði Theodór sæti íslands í Mannréttindanefnd Evrópu. Gegndi hann því starfi, sem og öðrum, við góðan orðstír. Varla er þó að efa, að stundum hafi það starf reynt meira á hann en góðu hófi gegndi, er aldur færðist yfir og heilsa og þrek tóku að bila. Enda þótt Theodór væri mikilhæfur lögfræðingur, var áhugi hans ekki bundinn við lögfræðina eina. Hann var einnig víðlesinn og vel að sér og fróð- ur í öðrum greinum, svo sem í sagnfræði. Vegna góðra gáfna sinna, þekk- ingar og hnyttni í tilsvörum var hann einkar skemmtilegur í viðræðu, glaður í viðmóti og reifur. Var jafnan gott að eiga við hann tal. Hann var gestrisinn og góður heim að sækja, og á fallegt og menningarlegt heimili hans var gott að koma. En þar var eigi lítill skerfur eiginkonu hans, Þórhildar Pálsdóttur Briems amtmanns, er hann kvæntist 19. október 1923, afbragðs konu, glað- værrar og elskulegrar. Var hún manni sínum hin mesta stoð og stytta. Þau Theodór og Þórhildur eignuðust fjögur börn: Pál borgarlögmann, Sig- urð prófessor, Álfheiði húsfreyju og Bergljótu forstöðukonu Hjúkrunarheim- ilis Reykjavíkur. islenskir lögfræðingar þakka prófessor Theodór B. Líndal mikil og góð störf hans. Þau einkenndust af réttsýni hans, sanngirni og öðrum mannkostum. Mun nafn hans og minning lengi geymd. Mggnús þ_ Torfason 58

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.