Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Síða 31
Miklar umræður hafa orðið um það, hvort nema eigi úr lögum ýmis gamalgróin refsiákvæði, t.d. ölvun á almannafæri, ýmis skírlífisbrot svo sem klám, fóstureyðingu og tiltekin fjármunabrot. Sumar þess- ara athafna eru þegar orðnar refsilausar í nágrannalöndum okkar. Aftur á móti gera sífellt vart við sig nýjar þarfir fyrir refsiákvæði, sumpart vegna tækni- og iðnvæðingar nútímans, t.d. mengunarbrot og brot gegn friðhelgi einkalífs með hlerunartækj um, og sumpart fyr- ir nýjar og óvæntar þarfir, t.d. ákvæði um flugrán og meðferð ávana- og fíkniefna. Stundum þykir nauðsynlegt að þyngja refsiákvæði og setja ný efnisákvæði til að bera niður á óheiðarlegri fjármálastarf- semi, þar sem núgildandi ákvæði um auðgunarbrot hafa reynzt ófull- nægjandi. Hefur frumvarp þar að lútandi nýlega verið samþykkt í danska þinginu. I víðari sjónhring er það úrlausnarefni þjóðfélagsins á hverjum tíma að gera það upp við sig, hvaða athafnir eða athafna- leysi eigi að bera afbrotastimpilinn. Það er tómt mál að tala um að útrýma afbrotum, vegna þess að skipulagsbundið þjóðfélag hlýtur ætíð að verða að beita viðurlögum, hvaða nafni sem þau nefnast, við ýmiss konar háttsemi, sem það telur óæskilega eða beinlínis skaðléga. En þarfirnar breytast og refsiákvæðum fjölgar sífellt í hinu flókna þjóðfélagi nútímans. Það verður þá jafnframt hlutverk þess að sjá til þess, að kostnaður og þjáningar af slíku atferli verði sem minnstar, hvort sem horft er til afbrotamanns eða þess, sem misgert er við. Nokkrar heimildir og hliðsjónarrit: 1) Johs. Andenæs, Alminnelig strafferett (2. útg. 1974). 2) Vilhelm Aubert, Likhet og rett (2. útg. 1969). 3) Betspnkning nr. 667/1972 om de strafferetlige særforanstaltninger (danskt álit). 4) Nils Christie, Tvangsarbeid og alkoholbruk (1969). 5) Nils Christie, „Reaksjonenes virkninger", Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1961, bls. 129—144. 6) Anders Vinding Kruse, „Samspillet mellem straf og erstatning“, Festskrift til Stephan Hurwitz (1971). 7) Knud Waaben, Utilregnelighed og særbehandling (1968). Grein þessi er útvarpserindi, flutt 27. apríl 1965, nokkuð breytt. 77

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.