Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 34
Frá Bandalagi liáskólamaima KJARAMÁL RÍKISSTARFSMANNA Eins og frá var greint í sfðasta tbl. Tímarits lögfræðinga krafðist BHM endurskoðunar aðalkjarasamnings síns við fjármálaráðherra hinn 9. júlí s.l. Gerð var krafa um 15% hækkun launa (miðað við júnílaun) frá 1. júií og 3% hækkun frá 1. október 1975. Samningar tókust ekki, og var málinu vísað til Kjaradóms hinn 23. ágúst s.l. Kjaradómur kvað upp úrskurð sinn hinn 20. september s.l. Dómurinn kom nokkuð til móts við kröfu sóknaraðiia um prósentuhækkun og dæmdi 6—10% hækkun frá 1. júlí og 2% frá 1. október í stað fastrar krónutölu, sem kom á laun frá 1. júlí skv. einhliða ákvörðun fjármálaráðherra. Hinn 1. september s.l. var í samræmi við ákvæði I. nr. 46/1973 um kjara- samninga opinberra starfsmanna lögð fram kröfugerð um nýjan aðalkjara- samning. Hinn 1. október sl.. gekk deilan til sáttasemjara ríkisins. Hafi samn- ingar ekki tekist 1. nóvember n.k. gengur málið til Kjaradóms. Kjaradómur skal hafa lagt dóm á ágreiningsefnið 1. janúar n.k. Aðalkjarasamningurinn tekur gildi 1. júlí 1976. Helstu atriði kröfugerðar BHM eru eftirfarandi: Gerð er krafa um laun í launaflokkum A11—A30. Miðað er við, að kaup- máttur launa skv. 1. fl. A11 verði sá sami og eftir dóm Kjaradóms 15. febrúar 1973. Halli launaskalans er síðan 1:3, og var talið, að með því næðist allgott samræmi við laun á frjálsum markaði. Þá er gerð krafa um, að grunnlaun hækki um 5% 1. janúar 1977 og um önnur 5% 1. júlí 1977 og enn um 5% 1. janúar 1978. Krafist er verðlagsuppbóta á öll laun skv. samningnum. Launatölur samn- ingsins miðast við kaupgreiðsluvísitölu 106.18, skulu það vera grunnlaun, þannig að ný kaupgreiðsluvísitala 100 svari til framfærsluvísitölu 477. Þá er gerð krafa um, að aðilar þeiti sér fyrir því, að á samningstímabilinu verði sett löggjöf um sérstakan Iífeyrissjóð fyrir ríkisstarfsmenn innan BHM. i kröfugerðinni er ákvæði um styttingu vinnuviku í 38 stundir og að tímakaup verði miðað við 5. launaþrep í stað 4. Einnig má nefna ákvæði, þar sem heimilað er að semja við starfsmann, sem sýnt hefur sérstaka hæfni, um laun allt að tveimur launaflokkum hærri en starfi hans er raðað í. Að lokum má geta þess, að gerð er krafa um, að samið verði við aðildar- félög BHM um laun stundakennara og laun námsmanna í viðkomandi grein- um við störf í námshléum. 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.