Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Side 32
Frá Lögmannafélagi Islands NORRÆNU LÖGMANNAFÉLÖGIN ÞINGA í REYKJAVIK Þriðjudaginn 19. ágúst var haldinn á Hótel Loftleiðum sameiginlegur stjórn- arfundur allra lögmannafélaganna á norðurlöndum, daginn áður en hið almenna lögfræðingaþing hófst. Fulltrúar Lögmannafélags islands voru Páll S. Pálsson, Guðjón Steingrímsson, Jón Finnsson, Ragnar Aðalsteinsson, Brynjólfur Kjartansson og Skúli Pálsson, sem sá um undirbúning fundarins. Formenn, varaformenn, framkvæmdastjórar og nokkrir einstakir stjórnarmenn lögmannasamtaka hinna norðurlandanna voru einnig mættir. Fundarstjóri var Páll S. Pálsson og fundarritari Brynjólfur Kjartansson. Formenn lögmannafélaga hvers lands fluttu skýrslur um starfsemi féiaganna s.l. 2 ár. Að því loknu voru flutt 4 erindi um efnið: „Sérstaða lögmanna meðal lögfræðimenntaðra manna.“ Framsöguerindi fluttu Gotthard Calissendorff frá Svíþjóð og Ragnar Aðal- steinsson, Skúli Pálsson og Guðjón Steingrímsson. Miklar umræður urðu um málið. Fundarmenn töldu m. a. að leggja bæri enn meiri áherslu á menntun og sérþjálfun þeirra lögfræðinga, sem ætli að gera málflutningsstörf að ævi- starfi. Það kom fram, að vart verður tilhneigingar hjá lögfræðingum, sem gegna öðrum störfum en málflutningsstörfum að aðalstarfi, svo sem stjórnar- ráðsstarfsmönnum, lögfræðingum í þjónustu atvinnufyrirtækja og jafnvel dóm- urum, til að grípa til málflutningsstarfa til aukatekjuöflunar. Lögmannasam- tökin hafa vegna hagsmuna lögmanna og almennings eindregið barist gegn þessu, og er nú víða svo komið, að slíkt er bannað með lögum. Einnig kom fram, að æskilegt væri, að þeir, sem fengið hefðu leyfi til mál- flutnings, felldu niður titilinn lögmaður eða advokat, þegar þeir stunduðu ekki málflutningsstörf. Að fundi loknum bauð stjórn Lögmannafélags islands erlendu fulltrúunum og mökum þeirra til kvöldverðar að Þingholti. Ákveðið var, að næsti fundur yrði í Finnlandi að tveim árum liðnum. Brynjólfur Kjartansson NÁMSSJÓÐUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS Á aðalfundi L.M.F.i. árið 1970 var stofnaður Námssjóður Lögmannafélags islands. Samkvæmt 2. gr. skipulagsskrár sjóðsins er tilgangurinn með sjóð- stofnuninni ,,að efla framhaldsmenntun lögfræðinga, með beinni styrkveitingu 78

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.