Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 16
Jónatan Þórmundsson prófessor: NÝJAR STEFNUR í REFSILÖGGJÖF I. Frávik og félagslegt taumhald. öll hegðun einstaklings í samfélagi manna mótast að meira eða minna leyti af þeim viðbrögðum eða andsvörum, sem hann væntir af öðrum einstaklingum eða samfélaginu sem stofnun. öll samskipti manna í félagslegu umhverfi eru háð margs konar boðum eða reglum. Slík boð gera ráð fyrir sömu eða svipuðum viðbrögðum allra ein- staklinga í tilteknu samfélagi, þegar ákveðnar aðstæður eru fyrir hendi. Togstreita getur orðið milli mismunandi samfélaga, vegna þess að ólík boð gilda um sömu aðstæður. 1 svokölluðum menningar- kimum (subcultures) þróast stundum boð, sem brjóta í bága við hin almennu, valdbundnu boð þjóðfélagsins, réttarreglurnar. Sem dæmi má nefna félágsskap eða hóp eiturlyfjaneytenda eða byltingarsinna. Fullkomin boðhlýðni getur tryggt einstaklingi árekstralausa tilveru í slíkum hópi, en aftur bakað honum veruleg óþægindi annars staðar. Hvers konar frávik frá því, sem vænzt er af einstaklingi, geta leitt til andsvara af hálfu þess samfélags, sem um er að ræða. Frá- vik kunna að vera fólgin í því, að einstaklingur geri mun betur en af honum er vænzt, svo sem vegna óvenj ulegrar hreysti, hugi’ekkis eða andlegrar sköpunargáfu. Leiða slík frávik venjulega til jákvæðra andsvara af hálfu samfélagsins, verðlaunaveitinga eða annarrar við- urkenningar. Andsvör annarra einstaklinga samfélagsins þurfa þó ekki ætíð að vera jákvæð, birtast t. d. í öfund. Hér verður þó ekki staldrað lengur við frávik af þessu tagi, heldur þau, sem eru fólgin í einhvers konar brotum eða óhlýðni við ríkjandi boð. Þess háttar frá- vik leiða oftast til viðurlaga, stundum bæði af hálfu samfélagsins og einstaklinga í hlutaðeigandi samfélagi. Viðurlög þessi mætti í víð- tækustu merkingu kalla félagslegt taumhald. Það kann að birtast í fordæmingu almenningsálitsins, fyrirlitningu, skömmum og ónotum, brottrekstri úr hóp eða samfélagi og loks í ýmsum formbundnum við- urlögum, er lög kveða á um. 62

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.