Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 4
NORRÆNA LÖGFRÆÐINGAMÓTIÐ Norræna lögfræðingamótið í Reykjavík tókst vel, og eiga þeir þakkir skild- ar, sem höfðu forystu um undirbúning og framkvæmd, — fyrst og fremst dr. Ármann Snævarr og Birgir Guðjónsson, en síðan Benedikt Blöndal, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson og Hrafn Bragason. Á mótum þessum er oftast rætt um mörg efni samtímis, og verða þátt- takendur þá að velja milli þeirra. Undirritaður gat þess vegna aðeins fylgst með umræðum um 4 mál. Þær voru í hinum hefðbundna stíl þessara móta að því leyti, að þær voru bæði fræðilegar og hagnýtar. Fór þó meira fyrir hinu síðarnefnda að þessu sinni. Það er kostur en ekki galli á mótun- um, að svona skuli á haldið. Það gerir umræðurnar áhugaverðari fyrir flesta og stuðiar að því, að mótin eru í raun liður í lagasamstarfi Norðurlanda. Öll fjögur efnin hafa beina þýðingu fyrir íslenska lögfræðinga, því að þau eru hér á dagskrá eða ættu að verða það: flutningur lögfræðinga milli starfa, almennir dómstólar og sérdómstólar, þörf almennings fyrir lögfræðilegar uppiýsingar og óvígð sambúð. Um tvö fyrstu efnin fjölluðu íslenskir fram- sögumenn, Magnús Thoroddsen og Jónatan Þórmundsson, og stóðu sig vel. Spyrja má, hvort þátttaka í móti sem þessu sé til verulegs gagns. Svarið er vafalaust játandi. I fyrsta lagi eru umræðurnar sjálfar fræðandi og hvetj- andi, og hið sama má segja um prentaðar greinargerðir framsögumanna, sem þátttakendur fá fyrirfram. Umræðurnar og greinargerðirnar eru líklegar til að rjúfa einangrun úthafsfólks og varpa nýju Ijósi á vandamálin. i öðru lagi gefst tækifæri til að hitta á mótunum góða lögfræðinga og fræðast af þeim, jafnvel stofna til kynna, sem verða síðar til gagns. 1 þriðja lagi eru mótin til ánægju vegna þeirra mannfunda, sem þeim fylgja. Loks hafa norrænu lög- fræðingamótin almenna þýðingu, hvað sem líður nytsemd fyrir einstaka menn. Það er vegna rannsókna, sem gerðar eru, þegar umræður eru undirbúnar. Þær má aðallega lesa um í greinargerðum framsögumannanna, en einnig í ræðum annarra. Allt þetta efni kemur út prentað í sérstakri bók og er þá aðgengilegt öllum. Er og oft til þess vitnað. Lögfræðingar á Norðurlöndum hafa margs konar samskipti önnur en þau, sem tengd eru stóru mótunum á þriggja ára fresti. M.a. eru haldin mót til að fjalla um þrengri svið og þar sem færri hittast. Öll þessi starfsemi er með viss- um hætti liður í framhaldsmenntun lögfræðinga í víðri merkingu, en það verður ekki of oft sagt, að vel þarf að sinna framhaldsmenntuninni, ef lög- fræðingastéttin á að gegna með sóma hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Þór Vilhjálmsson 50

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.