Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 11
Gunnar G. Schram prófessor:
NÝ LANDHELGISLÖGGJÖF
Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á nauðsyn þess, að
sett verði heildarlöggjöf um ytri mörk yfirráðasvæðis íslenska ríkisins.
Er þar átt við mörk hinnar almennu lögsögulandhelgi, mörk fiskveiði-
lögsögunnar, mörk landgrunns og hafsbotnslögsögu og mörk mengunar-
varnalögsögu. Jafnframt verði þar fjallað um eðli og umfang þeirra
réttinda, sem íslenska ríkið fer með á þessum réttarsviðum.
Ekki eru í lögum í dag fullnægjandi ákvæði um þessi mikilvægu
réttarsvið, utan þess að um fiskveiðilögsöguna er fjallað í réglugei'ð.
Er því þörf á því, að sett verði ljós og skýr lagaákvæði um hina al-
mennu lögsögulandhelgi, ný lög um landgrunns- og hafsbotnssvæðið
og loks um mengunarvarnalögsögu. I öðru lági sýnist hentugt, frá
lagatæknilegu sjónarmiði, að um þessi atriði verði fjallað í einni lög-
gjöf, þar sem réttarheimildir þessar lúta allar að hafinu umhverfis
landið og ytri mörkum yfirráða Islendinga á þeim vettvangi. Er því
æskilegt, að samin verði heildarlöggjöf um þessi réttarsvið og þar gerð
fullnægjandi skil þeim réttindum, sem íslendingar telja sig eiga á haf-
svæðinu umhverfis landið. Þótt þegar liggi fyrir ákvæðin um 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsöguna, skortir fyrirmæli um ýmis önnur veigamikil
atriði, svo sem fyrr var getið, og ber að bæta úr því með nýjum og
fullnægj andi lagaákvæðum.
Nú er störfum þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna svo
langt komið, að í stórum dráttum má gera sér grein fyrir því, hver
þróunin muni verða varðandi yfirráðarétt rikja á hafinu undan strönd-
um þeirra. Fyrir liggur, að almennt samkomulag er fengið á ráðstefn-
unni um 200 sjómílna auðlindalögsögu strandríkisins (economic zone).
Má segja, að sú lögsaga sé nú almennt viðurkennd í þjóðarétti, bæði
vegna afstöðu ríkja í þessum efnum á ráðstefnunni og framkvæmdar
57