Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 19
Mikilvægasta nýmælið þar er 200 sjómílna auðlindalögsaga strand- ríkisins, þar sem því er veittur réttur til auðlinda hafsins og hafs- botnsins út að þeim mörkum. Spyrja mætti því ef til vill, hvort ekki væri nægilegt að bíða eftir, að sá sáttmáli taki gildi, þar sem þá myndi vel fyrir þessum málum séð. Á því er sá hængur, að enginn veit þegar þetta er skrifað hvort eða hvenær endanlegt samkomulag þjóða næst um nýja skipan hafrétt- armála. Þótt sáttmálinn nái samþykki, munu líða nokkur ár, þar til tilskilinn fjöldi ríkja hefur fullgilt hann og hann fær gildi. Islensk löggjöf um þessi atriði er þar að auki ótvírætt nauðsynleg, svo að skapaðar verði innlendar réttarheimildir á þessu mikilvæga sviði, hvað sem þjóðréttarsamþykktum líður. Á það ekki síst við um heim- ildir íslenska ríkisins yfir landgrunns- og hafsbotnssvæðinu út að 200 sjómílunum og jafnvel lengra, og heimildir til mengunarvarna út að þeim mörkum. Er því niðurstaða þessara hugleiðinga sú, að fyllilega tímabært sé að hefja undirbúning heildarlöggjafar um íslensku landhelgina — auðlindalögsögu-löggj af ar. Ritað í júlí 1978. 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.