Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 34
t.d. skaðabótaskyldu, en ákveða skaðabótafjárhæðir í niðurlagi dóms. Þetta þekkjum við allir í sambandi við dóma út af líkamstjóni. Ef dómkröfur eru í mörgum liðum, getur það verið til glöggvunar og hægri verka að rita örstutta heildarmálavaxtalýsingu, en fjalla síðan sérstaklega um hvern kröfulið fyrir sig með þeim málsástæð- um, sem honum fylg'ja. Þegar um gagnsakir eða framhaldssakir er að ræða fer það eftir atvikum hverju sinni, hvort rétt er að afgreiða slík mál í heilu lagi, eða hvorn þátt fyrir sig. Dómari verður að finna það út af reynslu sinni og hyggjuviti, hvor aðferðin á betur við í hverju falli, því að örðugt er að setja fram nokkra algilda reglu í þessu efni aðra en þá að velja ávallt þá leiðina, sem gerir dóminn gleggri og skýrari. Þegar málavextalýsingu eða dómi í heild er skipt niður í kafla, er það ýmist gert með því að númera kaflana t.d. -, 1,1., 1,2., 2,,. 2,1. o.s.frv., eða með því að gefa köflunum millifyrirságnir eða heiti, t.d.: Málavaxtalýsing, vitnisburðir, málsástæður stefnanda, málsástæð- ur stefnds, niðurstaða dómsins. Ég er vanur, að hafa síðari háttinn á. Mér finnst millifyrirsagnir betur við hæfi í dómi en talnaraðir. Þær eru langtum kaldhamraðri, en „orðið“ — fremur í ætt við verk- fræði en lögfræði. 1 193. gr. einkamálalaganna eru talinn upp þau atriði, er greina skal í dómi. Þetta er gert í ákveðinni röð í greininni, en það er ekki þar með sagt, að dómari sé í dómi sínum bundinn af því að taka þessi atriði fyrir í þeirri röð, sem þau eru upptalin í þessari lagagrein. Enda er það svo, að þetta er ekki alltaf gert. Yfirleitt er kröfugerð og máls- ástæður stefnanda tekin á undan kröfugerð og málsástæðum stefnds. Þetta snýst þó við, þegar stefndur krefst frávísunar. Þá er kröfugerð- ar hans og málsástæðna getið á undan kröfugerð stefnanda, enda má þá segja, að í frávísunarþætti málsins hafi aðiljarnir skipt um hlut- verk, stefndur er orðinn sækjandi og stefnandi kominn í vörnina. Á sama hátt er það venja, að geta krafna á undan málavöxtum. Þetta er þó ekki undantekningarlaus regla. í meiðyrðamálum og firma- og vörumerkjamálum er málavaxtalýsingin iðulega tekin fram fyrir kröfugerðina. Þessar venjur hafa myndast vegna þess, að þær gera dóma gleggri yfirlestrar og skýrari. Vitnisburðir: Næst kem ég að afar mikilvægu atriði, þ.e. vitnisburðum og aðilja- skýrslum. Hvað á að taka mikið af þessu upp í dómana? Eins lítið og 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.